Færsluflokkur: Enski boltinn
Sigur í erfiðum leik
7.12.2008 | 08:34
Sigurinn var góður hjá mínum mönnum í gærkvöldi. En þó er auðvitað stóra fréttin sú að nú koma fréttir af QPR í fyrirsagnarformi á mbl og það er ljóst að nú mun landinn reglulega fá fréttir af gengi þeirra.
Í fimmtugsafmæli sr. Kristjáns í gærkvöldi ræddi ég við Jónatan, kennara í barnaskólanum hér í Eyjum og QPR-mann, um stöðu mála og vorum við sammála um að brátt væri hægt að stofna QPR-klúbb á Íslandi, a.m.k. hér í Eyjum. Staðreyndin er sú að hvergi á landinu eru fleiri QPR aðdáendur en í Vestmannaeyjum, miðað við höfðatölu. Mér telst til að við séum 6 talsins, sem ætti að duga í stjórn og jafnvel líka varamenn í stjórn. Heimaey er m.ö.o. unaðsreitur íslenskra QPR manna. Það hefur allavega ekki gerst áður hjá mér að ég geti droppað inná kaffistofur og rætt þar um stöðu mála minna manna eins og ekkert sé sjálfsagðra og fæ viðbrögð og djúpvitrar umræður um þetta ágæta félag.
Langar svona í lokin til að benda unnendum enska boltans á að það er opinbert á Íslandi að Newcastle eru AUMINGJAR. Þetta er niðurstaðan sem menn komast að á heimasíðu Newcastle á Íslandi.
QPR lagði Úlfana að velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Go you 'Rs
10.8.2008 | 14:51
Nú getur maður aðeins sest niður eftir nokkuð annasaman tíma. Þjóðhátíð með öllu tilheyrandi, var reyndar á vaktinni föstudag og sunnudag, en sleppti fram af mér beislinu á laugardag. Svo voru tvær útfarir í gær og ein skírn og kistulagning og skírn daginn þar áður, og svo messa í dag.
Það er annars sorglegt að sjá hversu litla umfjöllun fyrsta umferð 1. deildarinnar ensku hafa fengið í netmiðlum.
Ég átti satt best að segja von á því að allt myndi keyra um koll eftir glæsilegan sigur minna manna í fyrsta leik sínum. Þeir lentu að vísu undir strax í upphafi leiks, en svo komu tvö mörk á tveimur mínútum sem dugðu til sigurs.
Það er ljóst að ég er bjartsýnn á gengi minna mann fyrir þetta tímabil og á ekki von á öðru en að við spilum í úrvalsdeildinni að ári,- þetta er nú reyndar frómt frá sagt alltaf hugarfarið fyrir hvert tímabil, sem hefur síðan tilhneigingu til þess að enda með brotlendingu og alltof oft hafa þeir sloppið með skrekkinn við fall.
En NÚNA er ég alveg sérstaklega bjartsýnn.
Mínir menn kaupa sem aldrei fyrr.
7.1.2008 | 23:57
Mínir menn byrja árið með miklum látum á leikmannamarkaðnum, þeir hafa nú þegar keypt 7 leikmenn til liðsins og þónokkur fjöldi annarra leikmanna er í sigtinu.
Þeir sem eru komnir eru:
Gavin Mahon frá Watford
Kieran Lee frá Man utd. (að láni)
Hogan Ephraim frá West Ham
Matthew Connolly frá Arsenal
Akos Buzaky frá Plymouth
Patrick Agyemang frá Preston
Fitz Hall frá Wigan
Það er síðan nánast frágengið að tveir til viðbótar komi í vikunni, en það er markmaðurinn Stefan Postma, sem var um tíma hjá Aston Villa, og 22. ára vængmaður frá Argentínu, Sebastian Ruscullade, en hann er á mála hjá argentínsku félagi, Tigre að nafni.
Svo eru einhverjar hugmyndir um að fá Dan Shittu aftur til félagsins, en hann fór eins og kunnugt er til Watford fyrir nokkrum misserum. Einnig eru viðræður í gangi um að Martin Taylor komi til félagsins frá Birmingham.
Ef allt gengur eftir ætti seinni helmingur tímabilsins að verða nokkuð betri en fyrri helmingurinn, sem reyndar endaði nokkuð vel því eftir tvo góða sigra er QPR nú komið í 18. sæti. Unnu Watford nokkuð óvænt á útivelli 4-2 og svo var það 6 stiga leikur á móti Leicester sem vannst 3-1 heima á Loftus Road.
Messuþrenna.
9.12.2007 | 21:41
Í dag náði ég þrennu!!! Ég byrjaði á barnamessu í morgun kl. 11.00, síðan prédikaði ég við guðsþjónustu kl. 14.00 og loks sá ég um poppmessu kl. 20.00 þar sem hljómsveitin Tríkót spilaði. (Tríkót er vestmanneyska og þýðir íþróttagalli). Á milli messa fór ég á fimleikasýningu hjá fimleikafélaginu Rán, þar sem dóttir mín Mía Rán sýndi ásamt mörgum öðrum listir sínar.
Á morgun byrjar síðan kirkjuheimsóknatörnin fyrir jólin, þar sem leikskólarnir og grunnskólarnir koma í heimsókn til okkar í kirkjuna. Vonandi að blessuð börnin verði ekki fyrir miklum skaða af þessum kirkjuheimsóknum.
Næsta föstudag ætla ég síðan að bruna norður og skíra þríbura, sem vinur minn Hilmar og "næstum því konan hans", Thelma eiga. Það er þó nokkuð tilhlökkunarefni, enda ekki á hverjum degi sem maður fær að skíra þríbura. Á laugardaginn förum við hjónin síðan í fertugsafmæli til Gunnu "mágkonu", og svo kem ég aftur til Eyja á sunnudaginn til að ná jólatónleikum kirkjukórs Landakirkju þar sem hún Diddu mun syngja einsöng á samt heimakonunni Helgu.
***
QPR náði sér ekki af botni deildarinnar í gær, nú verða menn að fara girða sig í brók. Það lítur allt út fyrir að illa geti farið í vor ef fram heldur sem horfir.
Að duga eða drepast
8.12.2007 | 08:17
Nú hefur heldur sígið á ógæfuhliðina hjá mínum mönnum í QPR, komnir í neðsta sæti. Ég kenni nú reyndar tómum dómaraskandal, svindli og almennum illvilja í garð minna manna um.
Það er sorglegt að skoða samanburð á stöðunni í deildinni núna við sama tíma í fyrra, þegar þeir rétt náðu að bjarga sér frá falli. Tölfræðin segir semsagt að þeir muni falla, ef málin fara ekki að snúast QPR í vil. Á sama tíma í fyrra voru þeir í 19. sæti, en eru í 24. nú, í fyrra höfðu þeir unnið 6 leiki, en nú aðeins þrjá.
Í sannleika sagt skil ég ekkert í þessu slæma gengi. Ef hægt var að gera KA að íslandsmeisturum, þá ættu mínir menn að geta gert betur, spurning um að fá Guðjón Þórðar til að berja einhverja baráttu í mína menn.
Queens ParkRangers - 24th, The Championship |
League Record 2007-2008 |
Pld | W | D | L | F | A | GD | GFA | GAA | PpG | Pts | Rank | |
Home Record | 10 | 2 | 3 | 5 | 7 | 13 | -6 | 0.70 | 1.30 | 0.90 | 9 | 24 |
Away Record | 9 | 1 | 4 | 4 | 9 | 17 | -8 | 1.00 | 1.88 | 0.77 | 7 | 19 |
Overall Record | 19 | 3 | 7 | 9 | 16 | 30 | -14 | 0.84 | 1.57 | 0.84 | 16 | 24 |
League Record 2006-2007 [for the same period] |
Pld | W | D | L | F | A | GD | GFA | GAA | PpG | Pts | Rank | |
Home Record | 11 | 3 | 3 | 5 | 17 | 18 | -1 | 1.54 | 1.63 | 1.09 | 12 | 22 |
Away Record | 10 | 3 | 3 | 4 | 14 | 18 | -4 | 1.40 | 1.80 | 1.20 | 12 | 12 |
Overall Record | 21 | 6 | 6 | 9 | 31 | 36 | -5 | 1.47 | 1.71 | 1.14 | 24 | 19 |
Góðar fréttir í vikulokin
4.11.2007 | 16:23
QPR hefur unnið tvo síðustu leiki sína og er þar með komið úr fallsæti. Þetta verða að teljast stórtíðindi, sérstaklega í ljósi þess að enginn er stjórinn (þó auðvitað sé bráðabyrgðarmaður í brúnni). Þetta minnir mann á söguna af því þegar gamli stjórinn hjá Nott. Forrest skipti einum liðsmanni útaf og setti engan inná í staðin, spurning hvort þetta sé að virka hjá QPR?
Semsagt mínir menn bara komnir í 21. sæti, ekki alveg komnir í úrvalsdeildina.... en fjarlægjast þó 2. deildina.
Staðan
| L | U | J | T | Mörk | Stig | |
1. | Watford | 14 | 10 | 2 | 2 | 24:15 | 32 |
2. | Bristol City | 14 | 7 | 6 | 1 | 21:13 | 27 |
3. | WBA | 14 | 8 | 2 | 4 | 30:15 | 26 |
4. | Ipswich | 13 | 6 | 4 | 3 | 24:19 | 22 |
5. | Charlton | 14 | 6 | 4 | 4 | 18:15 | 22 |
6. | Wolves | 14 | 6 | 4 | 4 | 17:15 | 22 |
7. | Coventry | 14 | 6 | 3 | 5 | 18:19 | 21 |
8. | Plymouth | 14 | 5 | 5 | 4 | 18:17 | 20 |
9. | Stoke City | 14 | 5 | 5 | 4 | 19:19 | 20 |
10. | Scunthorpe | 14 | 5 | 5 | 4 | 16:16 | 20 |
11. | Barnsley | 14 | 5 | 5 | 4 | 18:20 | 20 |
12. | Southampton | 14 | 6 | 1 | 7 | 24:28 | 19 |
13. | Burnley | 13 | 4 | 6 | 3 | 20:19 | 18 |
14. | Leicester | 13 | 3 | 7 | 3 | 13:10 | 16 |
15. | Hull | 14 | 4 | 4 | 6 | 17:17 | 16 |
16. | Colchester | 14 | 3 | 6 | 5 | 24:24 | 15 |
17. | Sheff. Utd | 14 | 3 | 6 | 5 | 19:21 | 15 |
18. | Sheff. Wed. | 14 | 5 | 0 | 9 | 16:24 | 15 |
19. | Cardiff | 13 | 3 | 5 | 5 | 18:19 | 14 |
20. | Preston | 14 | 3 | 5 | 6 | 14:16 | 14 |
21. | QPR | 13 | 3 | 5 | 5 | 12:21 | 14 |
22. | Blackpool | 13 | 2 | 7 | 4 | 16:19 | 13 |
23. | Cr. Palace | 14 | 2 | 6 | 6 | 14:18 | 12 |
24. | Norwich | 14 | 2 | 3 | 9 | 9:20 | 9 |
QPR á mikilli siglingu!!!
27.10.2007 | 10:06
Tralla-lalla-la Vialli-lilli-li
3.10.2007 | 14:33
Vialli í viðræðum við QPR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það var mikið!
1.10.2007 | 10:48
Þessi ákvörðun kemur nú ekki beint á óvart, enda virðist manni maðurinn ekki hafa nokkra tilfinningu fyrir því starfi sem hann gegndi. Í leiknum á móti WBA ákvað hann t.d. að stilla upp þriggja manna sóknarlínu!! Halló!! Með hvaða mannskap hélt hann að hann væri með í höndunum? Það er himin og haf á milli þessara liða, og að láta sér detta í hug að sækja á sem flestum á móti liði sem er í toppbaráttunni (verandi sjálfur á botninum) er alveg ótrúlegt.
Auðvitað hefur verið ákveðin örvænting í kallinum vegna stöðu klúbbsins og síðan hefur það auðvitað ekki virkað róandi á hann að vita af Vialli á staðnum. Vonandi að nýir eigendur nái nú að koma einhverju í lag hjá mínum mönnum.
Eina vonin á þessari leiktíð, er að QPR nái að halda sér uppi og setji sér það markmið fyrir næstu ár að komast upp um deild, en fyrst er auðvitað að tolla í deildinni. Það er óásættanlegt fyrir þennan fornfræga klúbb að sitja einir á botni deildarinnar með þrjú stig. Krafan er auðvitað að vera ekki í fallsæti - það er nú alltog sumt sem ég fer fram á og allir stuðningsmenn þessa ágæta félags.
Gregory rekinn frá QPR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allt á haus í trúmálum og enska boltanum
21.9.2007 | 09:31
Ég sat hér í morgun og var að fá mér kaffisopa þegar ég heyrði í útvarpinu að siðmennt ætlar sér að vera með einhverskonar giftingarathöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þessi athöfn er auðvitað ekki kirkjuleg og hún er heldur ekki borgaraleg. Ónei, hún er veraldleg!! Það er einhvernvegin allt svona hálfkjánalegt við þetta mál, svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Af hverju vill fólk sem ekki trúir á tilvist Guðs fá að hafa athöfn í Guðshúsi? Er ekki til fullt af fínu húsnæði í borginni? Fríkirkjan er lánuð til þess að þar geti farið fram athöfn sem hefur ekki nokkurn skapaðan hlut með Guð að gera og þeir sem fá hana eru siðmenntarmenn sem hafa nú ekki beint vandað þessum "trúarnötturum" kveðjurnar. Hvar ættu mörkin að liggja varðandi notkun á Guðshúsi? Er það við aðra trúarhópa? Trúleysingja? Eða eiga kannski engin mörk að vera? Er þá ekki alveg hægt að lán kirkjurnar til djöfladýrkenda?
Þetta mál allt saman minnir mann á að kasta ekki grjóti úr glerhúsi. Ég verða að viðurkenna að mér finnst þetta veraldlega-siðmenntar-fríkirkjubrúðkaup ótrúlega fyndið. Nú tökum við höndum saman, kirkjan og siðmennt, og boðum trú/trúleysi hreint og ómengað, þannig að allir geti verið glaðir. Þannig er hægt að hvetja presta til að prédika um það hversu trúleysi sé undursamlegt og að sama skapi gæti siðmenntarfólk farið útá kristniboðsakurinn og vitnað um það hvernig allt er frá Guði komið. Svart er hvítt og hvítt er svart. Einhvernveginn grunar mig þó að Hirti Magna þyki ekki leiðinlegt að fá tækifæri til að fá umfjöllun um sig í fjölmiðla, því Fríkirkjan í Reykjavík er auðvitað Hjörtur Magni.
Annað mál sem mig langar aðeins að tæpa á og er með hreinum ólíkindum. En það er sú staðreynd að Jose Mourinho skuli hafa verið látinn fara frá Chelsea. Sigursælasti þjálfari liðsins frá upphafi er látinn fara eftir c.a. þrjú ár í starfi. Þetta er ótrúlega stuttur tími sem hann hefur en samt hefur honum tekist að verða sigursælasti þjálfari liðsins frá upphafi. Hverslag hálfvitar stjórna málum á þessum slóðum. Maðurinn er rekinn eftir að hafa unnið tvo enska deildarmeistaratitla, einn FA bikar og tvo deildarbikar. Það sér hver maður að þetta er auðvitað óásættanlegur árangur.
Nú þegar Mourinho er að leita sér að vinnu þá væri kannski hægt að benda honum á að annað Lundúnarlið sem á í nokkrum vandræðum um þessar mundir, nefnilega QPR. Þá þyrfti hann heldur ekki að rífa börnin úr skóla og þyrfti ekki að flytja. Hann gæti áreiðanlega komið mínum mönnum upp um deild með vinstri hendinni einni ef það hentaði honum frekar.
Já meistari Altúnga vissi hvað hann söng þegar hann hélt því fram að allt hér í heimi stefndi ekki aðeins til hins betra, heldur til hins besta.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)