Góðar fréttir í vikulokin

QPR hefur unnið tvo síðustu leiki sína og er þar með komið úr fallsæti.  Þetta verða að teljast stórtíðindi, sérstaklega í ljósi þess að enginn er stjórinn (þó auðvitað sé bráðabyrgðarmaður í brúnni).  Þetta minnir mann á söguna af því þegar gamli stjórinn hjá Nott. Forrest skipti einum liðsmanni útaf og setti engan inná í staðin, spurning hvort þetta sé að virka hjá QPR? 

Semsagt mínir menn bara komnir í 21. sæti, ekki alveg komnir í úrvalsdeildina.... en fjarlægjast þó 2. deildina.

Staðan

 

 LUJTMörkStig
1.Watford14102224:1532
2.Bristol City1476121:1327
3.WBA1482430:1526
4.Ipswich1364324:1922
5.Charlton1464418:1522
6.Wolves1464417:1522
7.Coventry1463518:1921
8.Plymouth1455418:1720
9.Stoke City1455419:1920
10.Scunthorpe1455416:1620
11.Barnsley1455418:2020
12.Southampton1461724:2819
13.Burnley1346320:1918
14.Leicester1337313:1016
15.Hull1444617:1716
16.Colchester1436524:2415
17.Sheff. Utd1436519:2115
18.Sheff. Wed.1450916:2415
19.Cardiff1335518:1914
20.Preston1435614:1614
21.QPR1335512:2114
22.Blackpool1327416:1913
23.Cr. Palace1426614:1812
24.Norwich142399:209

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll gamli sveitungi, gott að sjá að þú kannt að gleðjast yfir litlu heheh, það er eitt það mikilvægasta í lífinu.

Hinsvegar langaði mig til að nefna við þig að ég áttaði mig í dag aðeins betur á þeirri umræðu sem er í gangi um samgöngur til Eyja.

Dóttir mín var í Eyjum á fimleikamóti um helgina og byrjaði á því að flugi var frestað frá 18 til 20 á sunnudag vegna "óviðráðnalegra orsaka" Svo var flug fært fram til 6 og svo skömmu síðar fellt niður á sunnudegi, allir Herjólfar fullir og ekkert að gera annað en vera eina nótt í eyjum (kannski ekki umkvörtunarefni en þó) en svo er núna málið að flug til lands með þessar tæplega 40 fimleikadömur er sett á 13: 30 á mánudeginum. Það er ekki einfalt líf að ferðast til og frá Eyja það er ljóst og augu mín opnuðust þónokkuð í dag sem er gott. Þessi farsi minnir mann á brandarann um að taka viku í að fara í helgarferð til Færeyja 

Bestu kveðjur í Eyjar

Bragi Þór

Bragi birningur (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:18

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Hárrétt athugasemd hjá þér Bragi, það getur verið ansi flókið að gera áætlanir sem tengjast samgöngum við Eyjarnar á einhvern hátt, þar er svo sannarlega ekki á vísan að róa.

Oft á tíðum eru samgöngumál milli lands og Eyja afgreiddar sem nöldur og tuð í heimamönnum, en svo þegar fólk fær að reyna þetta á eigin skinni þá breytist margt.

Vonandi skemmti stúlkan sér vel í Eyjum, þó samgöngur hafi truflað.

Guðmundur Örn Jónsson, 5.11.2007 kl. 12:30

3 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Þetta er svolítið skrítið, þú gleðst yfir gengi þinna manna í 1. deildinni en ég er svona frekar svekktur yfir gengi minna manna bæði í úrvalsdeild og meistaradeild. Vonandi fer þetta að ganga hjá mínum mönnum og þá getum við báðir verið kátir með okkar menn.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 6.11.2007 kl. 10:15

4 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Það er einsog Bragi frá Birningsstöðum sagði þá gleðst ég yfir litlu, og þegar illa gengur þá reynir maður að tína allt til sem getur glatt.

Guðmundur Örn Jónsson, 6.11.2007 kl. 11:52

5 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

8-0 hjá mínum mönnum í gær. þeir löguðu alla veganna markatöluna.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 10:54

6 identicon

Sæll, Það er gaman fyrir þig að vel gangi hjá QPR. Mig grunar að þeir eigi eftir að koma meira á óvart það sem eftir er tímabilssins.

En ég mæli með því að þú farir að halda með mínum mönnum eftir leik þeirra manna í gærkvöldi 8-0 maður getur ekki beðið um meiri skemmtun en það.

Hafið það sem allra best í eyjum og endilega kíkið í kafii næst þegar þið komið í höfuðborgina.

kveðja

Guffi

Guffi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 12:59

7 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Ég veit að séra Guðmundur Örn er alveg innst, innst inni Liverpool maður.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband