Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Þjóðvegi lokað

Það er svolítið merkilegt að upplifa það að þjóðvegurinn milli lands og Eyja skuli trekk oní trekk vera lokaður vegna bilunar.  Í næstu viku er fyrirsjáanlegt að þjóðvegurinn verði alveg lokaður í a.m.k. tvo daga á meðan Herjólfur fer í slipp.  Ferðir sem eiga að taka 2 klukkutíma og 45 mín. hafa tekið 6 klukkutíma.  Þetta er nú varla boðlegt, ekki síst í ljósi þess að Eyjamenn hafa lengi kallað eftir nýjum Herjólfi því þessi er löngu kominn á tíma.  Það er sama inní hvaða bekk í barnaskólanum hér í Eyjum er farið, öll börn vita að kominn er tími á nýjan Herjólf. 

En þetta virðast þeir sem eiga að halda þjóðveginum gangandi ekki vita.

Ég heyrði umræður um samgöngumál á kaffistofu hér í bæ og þar kom einmitt fram að margir höfuðborgarbúar hafa sagt við Eyjamenn að þeim sé nógu gott að búa við þær samgöngur sem þeir nú búa við.  Eyjamenn hafa sjálfir valið að búa á þessari eyju.  Einn kaffispjallari sagðist vera farinn að svara höfuðborgarbúum, sem kvarta undan umferðarþunga í borginni, með þeim orðum að viðkomandi hafi sjálfur valið að búa í borginni og eigi þess vegna að gera sér umferðarhnúta og tafir að góðu.

Ef til vill er kominn tími til að við reynum enn betur að setja okkur í spor annarra, líka hvað samgöngur varðar.  Allir staðir hafa eitthvað sem gerir það að verkum að fólk vill búa þar, og það á auðvitað að gera fólki kleift með góðum ráðum og lausnum að búa þar sem það helst kýs, á þann hátt að því líði sem best, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

 


mbl.is Herjólfi seinkar vegna bilunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

YESSSS!!!

Nú getur maður aftur farið að sofa rólegur.  Ó, þið yndislegu og íðilfögru kryddmeyjar.  Ég gleðst yfir því að raddir ykkar hljóma saman á ný eftir alltof langan aðskilnað.  Í gegnum gleðitár og vota hvarma koma mér í hug ljóðlínur þjóðskáldsins, sem á einmitt afmæli í dag:

Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.


mbl.is Kryddpíurnar aftur saman á sviði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söknuður

 illugastaðir

Í gærkvöldi sat ég og horfði á þátt Egils Helgasonar "Kiljan" þar sem Jónas Hallgrímsson var aðallega til umfjöllunar, enda yrði hann 200 ára í vikunni.... ef hann væri á lífi Grin  Áhorfið skapaði hugrenningar norður í Öxnadalinn til afa og ömmu, og auðvitað lengra austur, á æskuslóðirnar í Fnjóskadal.  M.ö.o. ég fylltist nánast heimþrá eða söknuði, enda alltof langt síðan ég hef komið "heim".

Ég álpast hef til óteljandi landa
undur heimsins flest öll hef ég séð
en þó ég líti silfurhvíta sanda
voga og víkur
votlendi og nes
flóa og firði
mér finnst það ekkert spes
ef ég er fjarri Fnjóskadal
ef ég er fjarri Fnjóskadal 

Stundum er ég geng um djúpa dali
ég dapur verð og kökk fæ uppí háls
og eins ef ég á ferð um fjallasali
annes, eyrar
odda, tanga og sker
mýrar og merkur
því marklaust hjóm það er
ef ég er fjarri Fnjóskadal
ef ég er fjarri Fnjóskadal

(af plötu Baggalúts "Pabbi þarf að vinna)

Utanbæjarmenn á Akureyri

Það er helst í fréttum að norðan að Pólverjar eru dónalegir við kvenfólk.  En það er samt ekki framkoman við konurnar sem gerir það að verkum að menn eru settir í straff.  Ó-NEI, mælirinn fyllist þegar dyraverðirnir lenda í þeim, þá er nú ástæða til að grípa til aðgerða.

Það er einhvernvegin allt við þessa frétt sem vekur hrylling hjá mér, framsetningin og umfjöllunarefnið.

Hversu algengt er það að Íslendingar eru settir í straff á skemmtistöðum?  Hversu algengt er að slíkt straff rati í fréttirnar?

Út úr þessu máli virðist manni sem allir komi illa út, fréttamaðurinn, eigandi skemmtistaðarins og dónarnir. 

Ég ræddi um útlendinga í fermingarfræðslunni í gær og þar kom í ljós að krakkarnir eru jákvæð í garð þeirra sem flytjast inn til landsins.  Þegar ég spurði sérstaklega útí Pólverja, þá lifnaði umræðan heldur betur við.  Mjög margir af krökkunum gerðu sér þó grein fyrir því að neikvætt viðhorf þeirra í garð Pólverja væri vegna þess að þau fá aldrei góðar fréttir af Pólverjum á Íslandi, bara slæmar.

Fermingarbörn í Vestmannaeyjum gera sér grein fyrir því að Pólverjar hér á landi fá bara neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum, og fréttin sem hér er bloggað um dæmir sig auðvitað sjálf.  Hins vegar gerir fjölmiðlafólk ekki sér grein fyrir því hversu léleg umfjöllun þeirra er, eða hvað? 

Hér áður fyrr var það þannig að ef einhver gerði eitthvað af sér á Akureyri þá þótti sérstök ástæða til að taka það fram að um utanbæjarmann var að ræða.  Í dag þykir mönnum sérstök ástæða til að taka það fram að um útlending sé að ræða.  Manni þótti alltaf jafn fáránlegt að lesa um utanbæjarmanninn vonda, fékk svona nettan bjánahroll, og hið sama gildir um útlendingana vondu.


mbl.is „Dónaleg framkoma ekki liðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að passa okkur á pólverjum?

HateÁ eyjan.is var frétt, ekki alls fyrir löngu um vefsíðuna skapari.com (læt slóðina fylgja með svo fólk sjái sjálft vitleysuna sem dæmir sig algjörlega sjálf).  Síðan sú er uppfull af hatri og forheimsku sem maður hélt einhvernvegin að myndi hverfa þegar fólk lærði að lesa.  En svo er greinilega ekki. Í framhaldinu fór ég að velta því fyrir mér hvort það geti verið að útlendingar eða aðrir minnihlutahópar séu litnir hornauga á draumalandinu Íslandi?

Ég heyrði um daginn fréttir af miklum átökum í stigagangi í blokk í Reykjavík.  Það börðust menn á banaspjótum með eggvopnum.  Nokkrir voru stungnir, en enginn lést, sem betur fer.  Í fréttinni, sem birtist í DV þótti ástæða til að taka það fram að hér hefðu ekki verið Íslendingar á ferðinni heldur Pólverjar.

Og hvað svo.  Hver eru skilaboð fréttarinnar?  Eigum við að vara okkur á Pólverjum sérstaklega?  Eða eigum við að vara okkur á útlendingum yfir höfuð?  Hjálpaði það okkur eitthvað við úrvinnslu á fréttinni að vita að þeir sem tókust á voru Pólverjar?

Í framhaldi af þessari frétt þá var hlustendum gefinn kostur á að hringja inn á einni útvarpsstöðinni og tjá sig um útlendingavandamálið.  Það óðu uppi menn sem þótti ástæða til að hella úr skálum reiði sinnar og kenna innflytjendum um allt það sem miður fer á Íslandi.

Staðreynd þess máls var hins vegar sú að vissulega var þarna um Pólverja að ræða.  En það sem vantaði uppá í fréttinni var íslenski hlutinn.  Í 90 fermetra blokkaríbúð bjuggu 11 pólskir verkamenn, sem voru í vinnu hjá íslensku fyrirtæki sem hefur orðið þekkt af slæmri meðferð á starfsfólki sínu.  Fréttiraf illri meðferð íslenskra verktakafyrirtækja á erlendum farandverkamönnum verða æ meira áberandi.   Þessu höfðu margir varað við, en yfirleitt var skellt skollaeyrum við slíkum röddum, enda mátti ekkert slíkt koma uppá yfirborðið meðan hraðinn og brjálæðið var sem mest við uppbygginguna á Kárahnjúkum.  Nú þegar um hægist þá virðist ýmislegt misjafnt koma í ljós, sem þó var látið viðgangast alveg fram að þessu.

Að sumu leyti minnir þessi orðræða nokkuð á ástand mála eins og það var í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar, og einnig á ástandið sem var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum áratugum.Þá þótti hið eðlilegasta mál að kenna svörtum um allt það sem miður fór, og árásir á þá voru einfaldlega viðurkenndar af samfélaginu.  Það var í lagi að lemja svart fólk, eins og það þótti eðlilegasti hlutur í heimi að lemja homma hér uppá Íslandi ekki alls fyrir löngu.

Góðar fréttir í vikulokin

QPR hefur unnið tvo síðustu leiki sína og er þar með komið úr fallsæti.  Þetta verða að teljast stórtíðindi, sérstaklega í ljósi þess að enginn er stjórinn (þó auðvitað sé bráðabyrgðarmaður í brúnni).  Þetta minnir mann á söguna af því þegar gamli stjórinn hjá Nott. Forrest skipti einum liðsmanni útaf og setti engan inná í staðin, spurning hvort þetta sé að virka hjá QPR? 

Semsagt mínir menn bara komnir í 21. sæti, ekki alveg komnir í úrvalsdeildina.... en fjarlægjast þó 2. deildina.

Staðan

 

 LUJTMörkStig
1.Watford14102224:1532
2.Bristol City1476121:1327
3.WBA1482430:1526
4.Ipswich1364324:1922
5.Charlton1464418:1522
6.Wolves1464417:1522
7.Coventry1463518:1921
8.Plymouth1455418:1720
9.Stoke City1455419:1920
10.Scunthorpe1455416:1620
11.Barnsley1455418:2020
12.Southampton1461724:2819
13.Burnley1346320:1918
14.Leicester1337313:1016
15.Hull1444617:1716
16.Colchester1436524:2415
17.Sheff. Utd1436519:2115
18.Sheff. Wed.1450916:2415
19.Cardiff1335518:1914
20.Preston1435614:1614
21.QPR1335512:2114
22.Blackpool1327416:1913
23.Cr. Palace1426614:1812
24.Norwich142399:209

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband