Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Saklaus uns sekt er sönnuð

Mér finnst orðatiltækið "saklaus uns sekt er sönnuð" alltaf hálf fáránlegt. Hvernig getur staðið á því að einhver sem gerir eitthvað rangt sé saklaus uns sekt hans er sönnuð?

Ef ég nú lem einhvern til óbóta þannig að viðkomandi örkumlast, er ég þá saklaus af því þar til það sannast með óyggjandi hætti að ég hafi lamið viðkomandi?  Ef ég stel pening er ég þá saklaus af stuldinum þar til það sannast að ég hafi stolið?

Nei aldeilis ekki, ég er alveg jafn sekur um verknaðinn hvort heldur það tekst að sanna hann á mig eður ei.

Þessi frasi er alveg ótrúlega mikið notaður nú um þessar mundir og það er hamrað á því að allir sem áttu að bera ábyrgð og þáðu fyrir það himinháar launagreiðslur bera engan ábyrgð á einu eða neinu af því að ekki hefur tekist að sanna með óyggjandi hætti að þeir hafi gert eitthvað rangt.

Þá spyr maður auðvitað: Fyrir hvað fengu menn borgað? Í hverju fólst ábyrgðin?

Ég þekki vel dæmi af manni sem eftir margra áratuga puð tókst að borga niður allar sínar skuldir. Þetta tókst honum með ráðdeildi og útsjónarsemi. Svo skellur kreppan á og hann missir vinnuna og fótunum er kippt undan honum. Hann sagði mér sjálfur að það borgaði sig einfaldlega ekki að vinna, slíkt væri eins og hver önnur fásinna. Eftir margra ára puð þá stæði hann uppi eignalaus og framtíðin vonlaus. Á meðan hinir saklausu og ábyrgu lifðu flott og gengju í digra sjóði sína í skattapardísum útí heimi.

Hver ber raunverulega ábyrgð þegar öllu er á botninn hvolft?


Sparisjóður stendur vel

spar_thinAlveg er ég hissa á því að stærsta frétt dagsins skuli ekki rata inná forsíður allra netmiðla.  Stóra fréttin er auðvitað sú að Sparisjóður Suður-Þingeyinga er stórveldi í viðskiptaheiminum.  Á meðan aðrir sparisjóðir eru annað hvort að rúlla yfir eða láta gráðuga hákarla gleypa sig, stendur Sparisjóður Suður-Þingeyinga keikur og skilar hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins.

Galdurinn er að hafa ekki látið glepjast af Exista eða öðrum sprungnum blöðrum.  53 milljónir í hagnað eftir fyrstu sex mánuðina.  Það er kannski ekki stór fjárhæð miðað við margt annað, en það er þó nokkuð betra en tug-og hundruð milljóna tap annarra.

Ég er alveg sérstaklega ánægður með sparisjóðinn minn og hlít auðvitað að eigna henni Dagnýju útibússtjóra á Fosshóli hlut í þessum hagnaði.  Það er svo auðvitað gott til þess að vita að peningarnir sem ég á Sparisjóðnum mínum eyðast ekki upp eins og víðast hvar annarsstaðar.

Í þessum sparisjóði hef ég alla mín tíð verið í viðskiptum.  Fyrst í Sparisjóði Fnjóskdæla, sem síðar sameinaðist Sparisjóð Kinnunga, sem síðan varð Sparisjóður Suður-Þingeyinga.

Gott hjá Sparisjóð Suður-Þingeyinga!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband