Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2008

Í Fnjóskadal

Hún Látra-Björg var flökkukona á öldum áđur (f. 1716, d. 1784) og flakkađi um sveitir norđanlands og borgađi oft fyrir sig međ kveđskap.  Margar ţessara vísna eru ţekktar, ađrar minna ţekktar, sumar góđar, ađrar bölvađ hnođ.  Stundum fékk fólk ađ finna fyrir ţví ef henni líkađi ekki viđgjörningurinn, en svo hrósađi hún í hástert ef vel var gert viđ hana.

Hún kom međal annars viđ í Fnjóskadal og samdi ţessar tvćr vísur: 

Í Fnjóskadal byggir heiđursfólk.
Í Fnjóskadal fć ég skyr og mjólk.
Í Fnjóskadal hef ég rjóma.
Fnjóskadalsketiđ heilnćmt er.
Fnjóskdćlir gefa flot og smér
af Fnjóskadals björtum blóma.
 

Fnjóskadalur er herleg sveit.
Fnjóskadals vil ég byggja reit.
Í Fnjóskadal hrísiđ sprettur.
Í Fnjóskadal sést hafur og geit.
Í Fnjóskadal er mörg kindin feit.
Fnjóskadals hćsti réttur.

Vísnasafn Sigurđar J. Gíslasonar í Hérađsskjalasafni Skagfirđinga.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband