"Kjósið, kjósið mig..."

Það er ljóst að mikið fylgi er við að kosið verði fljótlega, næsta vor.  Ég er reyndar alls ekki viss um að stjórnarandstöðuflokkunum sé eitthvað betur treystandi en ríkisstjórnarflokkum.  Það var t.d. magnað að hlusta á Ögmund og Þorgerði Katrínu í Íslandi í dag, í gærkvöldi.  Ögmundur bauð uppá klisjur, engar lausnir, Þorgerður Katrín var í sömu vörn og oft áður, en kom þó mun betur út. 

Ég held að ef kosningar verða næsta vor þá verði að komast nýtt fólk að, ekki sömu gömlu andlitin, hvort heldur þau eru úr stjórnarandstöðu eða stjórn.  Ég held þess vegna að kosningar séu ekki raunhæfar fyrr en næsta vor.  Með því móti er hægt að mynda nýtt alvöru stjórnmálaafl.  Eins og menn tala núna held ég að fólk treysti engum flokki.  Annað gildir vissulega um einstaklinga innan flokkanna.  Mér hugnast t.d. mikli fremur einstaklingar innan flokka, fremur en heilir flokkar.  Fylgispekt við flokka er og hefur alltaf verið hlægileg í besta falli og grátleg í versta falli.


mbl.is Tæp 70% vilja flýta kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband