Kjaftagangur á þingi

Nú er einmitt rétti tíminn til að velta málum vel fyrir sér, helst í marga daga áður en nokkuð verður gert. Það er nákvæmlega það sem þjóðin hefur verið að kalla eftir. Að þingmenn tali og tali þar til þeir verða rauðir í framan. Það á alveg örugglega eftir að redda fólki í erfiðleikum.

Ég hef aldrei verið hrifin af fólki sem talar í löngu máli það sem hægt er að segja í stuttu máli, gildir einu hvort viðkomandi er vinstri grænn eða sjálfstæðismaður. Það er þingheimi til minnkunar að beita málþófi eða óþarfa málalengingum þegar þjóðin er á barmi gjaldþrots. Og til að bíta höfuðið af skömminni þá eyða menn löngum tíma í að rífast um það hvort einhver tali mikið eða lítið.

Kannski er hér enn eitt dæmið um þá gjá sem myndast hefur milli þjóðar og þings.


mbl.is Saka sjálfstæðismenn um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn skammast sín og beðið okkur afsökunar á bankahruninu.  Að þeirra stefna hafi beðið skipbrot .

Núna reyna þeir að eyðileggja enn þá meira fyrir okkur !

 Þetta er allt í boði sjálfstæðisflokksins !

JR (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband