Saklaus uns sekt er sönnuð

Mér finnst orðatiltækið "saklaus uns sekt er sönnuð" alltaf hálf fáránlegt. Hvernig getur staðið á því að einhver sem gerir eitthvað rangt sé saklaus uns sekt hans er sönnuð?

Ef ég nú lem einhvern til óbóta þannig að viðkomandi örkumlast, er ég þá saklaus af því þar til það sannast með óyggjandi hætti að ég hafi lamið viðkomandi?  Ef ég stel pening er ég þá saklaus af stuldinum þar til það sannast að ég hafi stolið?

Nei aldeilis ekki, ég er alveg jafn sekur um verknaðinn hvort heldur það tekst að sanna hann á mig eður ei.

Þessi frasi er alveg ótrúlega mikið notaður nú um þessar mundir og það er hamrað á því að allir sem áttu að bera ábyrgð og þáðu fyrir það himinháar launagreiðslur bera engan ábyrgð á einu eða neinu af því að ekki hefur tekist að sanna með óyggjandi hætti að þeir hafi gert eitthvað rangt.

Þá spyr maður auðvitað: Fyrir hvað fengu menn borgað? Í hverju fólst ábyrgðin?

Ég þekki vel dæmi af manni sem eftir margra áratuga puð tókst að borga niður allar sínar skuldir. Þetta tókst honum með ráðdeildi og útsjónarsemi. Svo skellur kreppan á og hann missir vinnuna og fótunum er kippt undan honum. Hann sagði mér sjálfur að það borgaði sig einfaldlega ekki að vinna, slíkt væri eins og hver önnur fásinna. Eftir margra ára puð þá stæði hann uppi eignalaus og framtíðin vonlaus. Á meðan hinir saklausu og ábyrgu lifðu flott og gengju í digra sjóði sína í skattapardísum útí heimi.

Hver ber raunverulega ábyrgð þegar öllu er á botninn hvolft?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lífið getur verið óréttlátt og sorglegt dæmið með manninn.  Og er sammála þér með ´saklausa´orðatiltækið.  Það held ég viti nú þorrinn að sé óraunsætt.  Það hefur líklega hafist til að koma í veg fyrir að fólk væri dæmt án dóms og laga.

EE elle (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:59

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Ég er að velta fyrir mér sekt og sakleysi á siðferðisnótunum. Það er nefninlega sorglega fáheyrt að menn vilji taka einhverja siðferðislega ábyrgð á gjörðum sínum eða aðgerðarleysi.

Guðmundur Örn Jónsson, 3.3.2009 kl. 09:32

3 Smámynd: Hilmar Sigurpálsson

Ég held nú líka að sumir þeirra sem gætu talist sekir, trúi því ekki sjálfir og hafi þar af leiðandi alls enga ástæðu til að bera nokkra ábyrgð.

Hilmar Sigurpálsson, 7.3.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband