Sparisjóður stendur vel

spar_thinAlveg er ég hissa á því að stærsta frétt dagsins skuli ekki rata inná forsíður allra netmiðla.  Stóra fréttin er auðvitað sú að Sparisjóður Suður-Þingeyinga er stórveldi í viðskiptaheiminum.  Á meðan aðrir sparisjóðir eru annað hvort að rúlla yfir eða láta gráðuga hákarla gleypa sig, stendur Sparisjóður Suður-Þingeyinga keikur og skilar hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins.

Galdurinn er að hafa ekki látið glepjast af Exista eða öðrum sprungnum blöðrum.  53 milljónir í hagnað eftir fyrstu sex mánuðina.  Það er kannski ekki stór fjárhæð miðað við margt annað, en það er þó nokkuð betra en tug-og hundruð milljóna tap annarra.

Ég er alveg sérstaklega ánægður með sparisjóðinn minn og hlít auðvitað að eigna henni Dagnýju útibússtjóra á Fosshóli hlut í þessum hagnaði.  Það er svo auðvitað gott til þess að vita að peningarnir sem ég á Sparisjóðnum mínum eyðast ekki upp eins og víðast hvar annarsstaðar.

Í þessum sparisjóði hef ég alla mín tíð verið í viðskiptum.  Fyrst í Sparisjóði Fnjóskdæla, sem síðar sameinaðist Sparisjóð Kinnunga, sem síðan varð Sparisjóður Suður-Þingeyinga.

Gott hjá Sparisjóð Suður-Þingeyinga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband