Eigum við að passa okkur á pólverjum?

HateÁ eyjan.is var frétt, ekki alls fyrir löngu um vefsíðuna skapari.com (læt slóðina fylgja með svo fólk sjái sjálft vitleysuna sem dæmir sig algjörlega sjálf).  Síðan sú er uppfull af hatri og forheimsku sem maður hélt einhvernvegin að myndi hverfa þegar fólk lærði að lesa.  En svo er greinilega ekki. Í framhaldinu fór ég að velta því fyrir mér hvort það geti verið að útlendingar eða aðrir minnihlutahópar séu litnir hornauga á draumalandinu Íslandi?

Ég heyrði um daginn fréttir af miklum átökum í stigagangi í blokk í Reykjavík.  Það börðust menn á banaspjótum með eggvopnum.  Nokkrir voru stungnir, en enginn lést, sem betur fer.  Í fréttinni, sem birtist í DV þótti ástæða til að taka það fram að hér hefðu ekki verið Íslendingar á ferðinni heldur Pólverjar.

Og hvað svo.  Hver eru skilaboð fréttarinnar?  Eigum við að vara okkur á Pólverjum sérstaklega?  Eða eigum við að vara okkur á útlendingum yfir höfuð?  Hjálpaði það okkur eitthvað við úrvinnslu á fréttinni að vita að þeir sem tókust á voru Pólverjar?

Í framhaldi af þessari frétt þá var hlustendum gefinn kostur á að hringja inn á einni útvarpsstöðinni og tjá sig um útlendingavandamálið.  Það óðu uppi menn sem þótti ástæða til að hella úr skálum reiði sinnar og kenna innflytjendum um allt það sem miður fer á Íslandi.

Staðreynd þess máls var hins vegar sú að vissulega var þarna um Pólverja að ræða.  En það sem vantaði uppá í fréttinni var íslenski hlutinn.  Í 90 fermetra blokkaríbúð bjuggu 11 pólskir verkamenn, sem voru í vinnu hjá íslensku fyrirtæki sem hefur orðið þekkt af slæmri meðferð á starfsfólki sínu.  Fréttiraf illri meðferð íslenskra verktakafyrirtækja á erlendum farandverkamönnum verða æ meira áberandi.   Þessu höfðu margir varað við, en yfirleitt var skellt skollaeyrum við slíkum röddum, enda mátti ekkert slíkt koma uppá yfirborðið meðan hraðinn og brjálæðið var sem mest við uppbygginguna á Kárahnjúkum.  Nú þegar um hægist þá virðist ýmislegt misjafnt koma í ljós, sem þó var látið viðgangast alveg fram að þessu.

Að sumu leyti minnir þessi orðræða nokkuð á ástand mála eins og það var í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar, og einnig á ástandið sem var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum áratugum.Þá þótti hið eðlilegasta mál að kenna svörtum um allt það sem miður fór, og árásir á þá voru einfaldlega viðurkenndar af samfélaginu.  Það var í lagi að lemja svart fólk, eins og það þótti eðlilegasti hlutur í heimi að lemja homma hér uppá Íslandi ekki alls fyrir löngu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er góð lesning Guðmundur, en hefurðu tekið eftir því að þegar íslendingar valda einhverjum óskunda er það ekki sérstaklega tekið fram að þarna hafi verið um hreinræktaða íslendinga að  ræða.

Það þarf að stór auka eftirlit með þessum starfsmannleigum og meðferðinni á starfsmönnum af erlendum uppruna.

Með kveðju frá Kolfreyjustað

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Ég skoðaði þessa heimasíðu. Því miður þá sýnist manni að þarna sé fólk sem stendur í þeirri trú að halda að þetta sé fyndið. Las þar meðal annars að ef þú fordæmir eða ert ekki sammála þessu þá kemur þú þeim til að hlægja. Ég hef nú yfirleitt verið talinn með of mikið magn af húmor ( ofhúmoraður) og ég get bara engan veginn séð eitthvað fyndið við þetta, fyrir utan hvað þetta eru frekar léleg rök og lýsir ákveðni geðveiki.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 12.11.2007 kl. 12:32

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Það er alveg með ólíkindum að síða einsog skapari.com skuli yfirhöfuð vera til. Manni finnst ótrúlegt að lesa það sem þar finns. Og maður spyr sjálfan sig: "Getur virkilega verið að það sé til fólk sem býr yfir jafn yfirgripsmikilli heimsku og þarna er að finna?"

Svo virðist vera, því miður, en það er þó ekki hægt að banna heimsku með lögum, eða hvað? Þarna er heimskan krydduð með hatri og mannvonsku og það er mjög slæm blanda.

Guðmundur Örn Jónsson, 12.11.2007 kl. 20:15

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

"Síðan sú er uppfull af hatri og forheimsku sem maður hélt einhvernvegin að myndi hverfa þegar fólk lærði að lesa". Kannski kunna þeir að lesa, blessaðir mennirnir, en ekki að skrifa. Held þeir hafi slegið einhver met í stafsetningarvillum innanhúss án atrennu. Þetta með einn eða tvo samhljóða virðist vefjast eitthvað fyrir þeim, sem og reglurnar um stóran og lítinn staf. Ég er alveg viss um að Adolf hefði aldrei sætt sig við svona dreggjar í sínu liði.

Eins hefði ég haldið að einhverjir æðri menn ættu að vera betur að sér í heimasíðugerð - en hvað veit ég, dökkhærður maðurinn...

Ingvar Valgeirsson, 14.11.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband