Söknuður

 illugastaðir

Í gærkvöldi sat ég og horfði á þátt Egils Helgasonar "Kiljan" þar sem Jónas Hallgrímsson var aðallega til umfjöllunar, enda yrði hann 200 ára í vikunni.... ef hann væri á lífi Grin  Áhorfið skapaði hugrenningar norður í Öxnadalinn til afa og ömmu, og auðvitað lengra austur, á æskuslóðirnar í Fnjóskadal.  M.ö.o. ég fylltist nánast heimþrá eða söknuði, enda alltof langt síðan ég hef komið "heim".

Ég álpast hef til óteljandi landa
undur heimsins flest öll hef ég séð
en þó ég líti silfurhvíta sanda
voga og víkur
votlendi og nes
flóa og firði
mér finnst það ekkert spes
ef ég er fjarri Fnjóskadal
ef ég er fjarri Fnjóskadal 

Stundum er ég geng um djúpa dali
ég dapur verð og kökk fæ uppí háls
og eins ef ég á ferð um fjallasali
annes, eyrar
odda, tanga og sker
mýrar og merkur
því marklaust hjóm það er
ef ég er fjarri Fnjóskadal
ef ég er fjarri Fnjóskadal

(af plötu Baggalúts "Pabbi þarf að vinna)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

já og nú skálum við af tilefni stór afmælis, það hefði Jónas Hallgrímssson gert af sinni alkunnu snilld.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 15.11.2007 kl. 15:36

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Skál frændi, ræræræ.....

Guðmundur Örn Jónsson, 15.11.2007 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband