QPR á mikilli siglingu!!!

Nú bíð ég spenntur eftir því að leikur Charlton og QPR hefjist á Sýn2 kl. 11.35. Það er nú óhætt að segja að mínir menn séu komnir á siglingu, með bráðabyrgðarstjóra í brúnni. 5 stig úr síðustu þremur leikjum, samtals 8 stig úr fyrstu 11 leikjum mótsins. Ég er nú kannski ekki að segja að mínir menn séu við það sigra heiminn....en samt betri árangur en verið hefur. Reyndar hefur staða þeirra í deildinni ekkert breyst við stigasöfnun undanfarið. En það gæti breyst ef úrslitin í dag verða hagstæð. Ég þori nú samt hvorki að leggja höfuð eða æru að veði um að við munum sigra í dag. Með sigri gæti QPR komist úr 24 og neðsta sæti í 22. sæti og þá er nú ekki langt í umspilssæti, ef öll önnur úrslit vetrarins verða mínum mönnum hagstæð =)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Til hamingju, góður sigur hjá þínum mönnum.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 29.10.2007 kl. 08:37

2 identicon

Úff. Þetta er bara eins og að hlusta á Smára Geirsson tala um Crystal Palace.

Ingibjörg Þórðar (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 20:59

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Takk fyrir Arnar.

Þetta er nú kannski ekki alveg rétt hjá þér Ingibjörg því það eru himinn og haf sem skilja að QPR og Crystal Palace, mínir menn eru heilum tveimur stigum á undan CP

Guðmundur Örn Jónsson, 4.11.2007 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband