Það var mikið!

Þessi ákvörðun kemur nú ekki beint á óvart, enda virðist manni maðurinn ekki hafa nokkra tilfinningu fyrir því starfi sem hann gegndi.  Í leiknum á móti WBA ákvað hann t.d. að stilla upp þriggja manna sóknarlínu!!  Halló!!  Með hvaða mannskap hélt hann að hann væri með í höndunum?  Það er himin og haf á milli þessara liða, og að láta sér detta í hug að sækja á sem flestum á móti liði sem er í toppbaráttunni (verandi sjálfur á botninum) er alveg ótrúlegt.

Auðvitað hefur verið ákveðin örvænting í kallinum vegna stöðu klúbbsins og síðan hefur það auðvitað ekki virkað róandi á hann að vita af Vialli á staðnum.  Vonandi að nýir eigendur nái nú að koma einhverju í lag hjá mínum mönnum.

Eina vonin á þessari leiktíð, er að QPR nái að halda sér uppi og setji sér það markmið fyrir næstu ár að komast upp um deild, en fyrst er auðvitað að tolla í deildinni.  Það er óásættanlegt fyrir þennan fornfræga klúbb að sitja einir á botni deildarinnar með þrjú stig.  Krafan er auðvitað að vera ekki í fallsæti - það er nú alltog sumt sem ég fer fram á og allir stuðningsmenn þessa ágæta félags.


mbl.is Gregory rekinn frá QPR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Ég vona að þetta verði til þess að þínir menn fari að vinna leik annars endið þið í sömu deild og Yeovil.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 1.10.2007 kl. 12:33

2 identicon

Sæll

Gaman að vita að því að það eru fleiri  QPR menn en ég :)

Hann vissi að hann væri að fara og því ekki að stilla upp 3manna sókn til að prufa eitthvað nýtt eitthvað þurfti hann að gera til að bjarga sér.

En vonandi verður það Costacurta frekar en Vialli að mínu mati :)

C'mon you Rssssssssssssssssssss!

Magnús Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 20:43

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Gaman að sjá hvernig QPR-menn eru allsstaðar að "koma í ljós" ef svo má segja. Mér telst svo til að Magnús sé 5. QPR-maðurinn sem rekst inná síðuna hjá mér (að mér meðtöldum reyndar).

Það er gaman að segja frá því að hér í Eyjum hef ég ekki verið innan um fleiri QPR-menn í langan tíma.  Kirkjuvörðurinn er nefnilega líka QPR-maður.  Að hugsa sér tveir QPR-menn á sama vinnustað.  Spurning um að heimfæra þessa staðreynd einhvernvegin uppá speki Guðna Ágústssonar (þar sem tvö tré eru, þar er skógur).  Þar sem tveir QPR-menn eru þar er hópur QPR-manna (a.m.k. miðað við höfðatölu, eða áhangendur)

QPR-menn allra landa sameinist, þannig að koma megi í veg fyrir frjálst fall í faðm Yeovil.

Guðmundur Örn Jónsson, 1.10.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband