Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Vér mótmælum allir!
22.7.2007 | 21:04
Mér finnst orðalag þessarar fréttar alveg með ólíkindum.
Aðgerðasinnar úr röðum Saving Iceland létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í dag er þeir klifruðu upp á Ráðhús Reykjavíkur og hengdu þar upp borða með áletruninni Vopnaveita Reykjavíkur?.
Það er eins gott að verða ekki fyrir þegar aðgerðasinnar láta til skara skríða. Mótmælendur hengdu upp borða utan á ráðhús Reykjavíkur og það er fjallaðu um málið á sama hátt og um hryðjuverk hafi verið að ræða, maður býst við að fréttinni fylgi hversu margir hafi fallið.
Ég skil aðgerðasinna að mörgu leyti. Fólk upplifir sig oft á tíðum svo lítið og máttlaust þegar kemur að samskiptum við stjórnvöld. Fólki er sagt að það geti skilað inn athugasemdum um einhver mál sem upp koma. En oftar en ekki er ekkert gert með slíkar athugasemdir. Mér dettur í hug samskipti bæjarstjórnar Kópavogs við íbúa sína á Kársnesinu, aðdragandinn að Kárahnjúkavirkjun, og núna nýjasta dæmið um mótmæli íbúa á ákveðnu svæði í Reykjavík við því að heimili fyrir heimilislausa verði komið fyrir í götunni hjá þeim. Í því tilfelli sagði borgastjóri einfaldlega að hann harmaði að hafa ekki haft betra samráð við íbúana, en ákvörðuninni yrði ekki breytt. Ég ætla ekki endilega að taka undir málflutning íbúanna, eða borgarstjórans í þessu máli.
Frægasta aðgerð aðgerðasinna í seinni tíð var líklega þegar bændur fyrir norðan sprengdu Laxárvirkjun. Þar upplifðu landeigendur sig máttvana gagnvart stjórnvöldum, og svöruðu fyrir sig svo um munaði. Félagi minn og vinur úr guðfræðideildinni, Ævar Kjartansson, (1/3 af "hinni heilögu þrenningu") tók einmitt þátt í þeirri aðgerð, þá rétt liðlega tvítugur.
Já ég skil þegar fólk grípur til aðgerða þegar öll önnur ráð hafa verið reynd til þess að fá þá sem stjórna til að hlusta. Það er alltaf vont þegar fólk upplifir að ekkert sé gert með það sem það hefur að segja.
Aðgerðasinnar hengdu borða á Ráðhús Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sagan endalausa
22.7.2007 | 14:11
Baráttan heldur áfram og Bandaríkjamenn virðast fyrir löngu vera búnir að fyrirgera rétti sínum til hersetu í Írak, ef þeir hafa þá nokkurn tíman haft þann rétt.
Með hverjum saklausum borgara sem hersetuliðið myrðir í Írak, eykst andstaðan gegn vesturlöndum, og samúðin með málstað hryðjuverkamanna eykst líka. Næsta skref er brottflutningur herja frá Írak. Það er nú ekki líklegt að það verði mikil reisn yfir þeim flutningum, en þetta verður að gerast, ef einhver lausn á að finnast í málinu.
Þó er ekki líklegt að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að fara úr landinu með skottið á milli lappanna. Og á meðan stoltið er að flækjast fyrir mönnum, þá heldur þessi vitleysa áfram, það er nokkuð ljóst.
Krafan hlýtur að vera að þjóðir mið-austurlanda fái að stjórna sér sjálfar án þess að vesturlönd séu að skipta sér af málum þar með þeim hætti sem þau hafa gert allt framá þennan dag. Það er auðvitað sjálfsagt að veita aðstoð, en aðstoð er ekki það sama og hernaðaríhlutun, innrás eða herseta.
Hvernig stendur á því að vesturlönd geta með engu móti treyst fólki annarsstaðar í heiminum til að stjórna sér sjálft? Fólk í mið-austurlöndum hlýtur að vera orðið langþreytt á að litið sé niður á það. Það hlýtur að vera orðið þreytt á því að fá ekki að stjórna sínum málum sjálft. Með endalausum afskiptum er verið að tryggja að hófsamir komist ekki til valda á þessum slóðum. Hinir hófsömu vilja samvinnu og samræður við vesturlönd. Á sama tíma segja vesturlönd að fólki þarna sé ekki treystandi, og þá kallar almenningur eftir skarpari skilum og þar með er stjórn harðlínumanna tryggð áfram.
Þetta er þrátefli sem þarf að vinda ofan af. Vesturlönd verða að sýna aröbum traust til að stjórna sínum málum og þá slaknar á ástandinu, og þá er meiri von til þess að hófsemdarfólk komist að til að stjórna.
Bandaríkjaher sakaður um að hafa myrt saklausa borgara í loftárásum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að slá met
22.7.2007 | 13:52
Það er alltaf gaman að slá met, engin spurning. En maður hlítur að velta fyrir sér, af hverju?
Við sjáum að í Kópavogi er mikið slys í uppsiglingu með byggingu sem stendur í bakgarði Smáralindar. Þessi bygging á að verða hæsta bygging Íslands. Manni finnst nú hreinlega að umferðin á þessum slóðum sé nú þegar langt yfir þeim mörkum sem gatnakerfið þolir, en hvernig ætli staðan verði með tilkomu háhýsisins (sem þó er eins og kofi við hliðina á byggingunni í Dubai).
Það hefur verið sagt um Kópavog að þeir sem einu sinni villast þangað inn, komist aldrei þaðan út, a.m.k. seint og oft við illan leik. Ég starfaði eitt sumar við póstburð í Kópavogi og lærði að þekkja mig nokkuð þar. Þar komst ég sjálfur að raun um hversu mikið skipulagsslys Kópavogur er. Menn virðast hafa byggt nákvæmlega eins og andinn blés þeim í brjóst og skeyttu engu um einhverja heild. Ég hélt svei mér þá að menn hefðu eitthvað lært af sögunni. En það er greinilega stór misskilningur.
Ég kvíði því þegar stórhýsið við Smáralindina verður komið í fullan "sving". Ég er nú samt ekkert að missa svefn yfir þessu, en maður sér það í hendi sér að fólk muni frekar leita annað en í Smáralind, til að forðast umferðarteppu. Kannski er Gunnar bæjarstjóri að leggja sitt að mörkum til að auka verslun á Laugaveginum?
Hæsta bygging í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Engar áhyggjur Eyjamenn!!!
20.7.2007 | 17:40
Já mikið líður mér vel að heyra að Samgönguráðherra hefur skilning á málinu. Þá er nú líklega óþarfi að fjölga ferðum eða huga að einhverjum úrbótum. Ég hef skilning á því að fólk vilji að ég skíri börn eða annist útför ástvina. Ætli ég geti þar með sleppt þessu???
Eyjamenn geta svo sannarlega verið áhyggjulausir um lausn á samgöngumálum finnst hæstvirtur Samgönguráðherra hefur skilning á stöðunni, og ef til vill hefur hann líka almennan skilning á málefnum Eyjamanna. Ef svo er þá erum við svo sannarlega á grænni grein. Er það ekki?
Nei, það er ekki nóg að hafa skilning á stöðunni, en síðan heyrist ekkert meira. Hvorki hósti né stuna.
Íslendingar hljóta að gera þá kröfu að við getum ferðast eftir þjóðvegakerfinu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klikk þetta klukk
20.7.2007 | 14:53
Sunna klukkaði
1) Ég spilaði knattspyrnu með U.M.F. Bjarma, ýmist sem hægri eða vinstri bakvörður. Takkaskórnir voru fjórum númerum of stóri þannig að ég var ævinlega í ullarsokkum innanundir fótboltasokkunum.
2) Ég tók frjálsar framyfir fótboltann og landaði þar nokkrum titlum, enda í skóm sem pössuðu.
3) Ég var síð-pönkari sem var oft til allnokkurra vandræða.
4) Ég kynntist Gíslínu á föstudeginum 13. desember.
5) Ég fór fyrst á tónleika með Herði Torfa ásamt Arnari, ömmu og mömmu í Sjallanum á Akureyri árið 1987.
6) Ég ætlaði að verða búðarkona þegar ég yrði stór, en bóndi og prestur til vara.
7) Ég lærði á orgel, en nennti aldrei að æfa mig og tapaði síðan allri orgelkunnáttu niður seinna. Í dag bý ég yfir yfirgripsmikilli vanþekkingu á orgelleik.
8) Ég er vinstrisinnaður hægrimaður sem stend styrkum fótum á miðjunni í pólitískum skoðunum.
Veit ekki hverja ég klukka, sýnist vera búið að klukka allan bloggheim. Hugsa að ég hugsi málið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hækkun eða lækkun? Það er efinn.
20.7.2007 | 14:48
Hér virðist stefna í eitthvert þrátefli og með ólíkindum að sjá hversu mikið ber á milli í þeim upphæðum sem talað er um að ASÍ fái frá hinu opinbera. Annars vegar 30 milljónir og hins vegar 1,5 milljón (ef ég skil þessa yfirlýsingu rétt). Reyndar segir þessi yfirlýsing ekki mikið ef að er gáð.
Ég set reyndar spurningarmerki við fullyrðingar þess manns sem talar fyrir hönd Bónus (eða Baugsbúðanna) þegar hann heldur því fram að verslunarrekstur sé alls ekki eins arðbær og margir halda. Ef verslunarrekstur stórrar keðju eins og Bónus væri ekki arðbær, þá myndu menn nú líklega hætta þessari vitleysu og setja peningana sína í eitthvað annað.
Annað atriði sem ég sá að fulltrúi ASÍ og Bónuss voru að rífast um í Kastljósi um daginn var einmitt verð til neytenda. Bónussinn sagði að heildsalar hefðu hækkað verðið á vörum sínum og því hefðu smásala neyðst til að hækka lítillega verð hjá sér. Þetta kann að vera rétt (ég legg ekkert mat á það) en það breytir því ekki að verð til neytenda hefur hækkað, hvað sem öllum heildsölum líður. Það er verið að tala um verð til neytenda, en ekki smásala. Ég sá það glögglega að þessir tveir aðilar voru einfaldlega ekki að tala um sama málið, og á meðan svo er þá fæst engin niðurstaða í málið.
Forseti ASÍ svarar gagnrýni framkvæmdastjóra SA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kokkurinn seldur
19.7.2007 | 22:22
Þetta þykja mér slæmar fréttir. Það er vont þegar einn aðalleikmaður minna manna er seldur. Cook hefur verið einn af fáu ljósu punktunum í slöku (í besta falli miðlungs) liði QPR. En það er eins og ævinlega, mitt félag í enska er eins og útungunarstöð fyrir stærri klúbbana. En ég hélt nú einhvernvegin í þá von að Cook myndi vera a.m.k. eitt tímabil í viðbót og hjálpa til við að gera atlögu að sæti í úrvalsdeildinni.
Spurning hvort maður fari ekki að taka fram takkaskóna aftur.
Cook í raðir Fulham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að vera til sýnis
19.7.2007 | 22:11
Þær eru ótrúlega hártoganirnar í lögfræðinni. Að halda því fram að um opið rými sé að ræða þegar tjald er dregið fyrir þennan klefa eða rými, er með ólíkindum.
Er ég að greiða atkvæði í opnu rými þegar ég kýs t.d. í alþingiskosningum og dreg tjaldið fyrir. Ég hélt að ég væri útaf fyrir mig í lokuðu rými/klefa.
Spurning hvort maður geti þá ekki allt eins farið í sturtu niðrá miðjum Austurvelli, eins og að fara í sturtu í sturtuklefa þar sem maður dregur sturtuhengið fyrir?
Hártoganir og útúrsnúningar, það er málið.
Eigandi Goldfinger og dansari á staðnum sýknuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svipmyndir á svipstundu
19.7.2007 | 09:45
Gaman að segja frá því að hún Gíslína (prestskærastan) er að koma sér fyrir á flickr.com. Myndirnar hennar er að finna á þessum stað.
Annars fer að styttast í að hún verði prestsfrú (og ég verð í alvörunni kallinn hennar). Það verður semsé 8. sept. Við erum nú reyndar ekki beint á áætlun með undirbúninginn. Boðskortin voru að fara í prentun í gær, en það var hún Dagnýsem hannaði þau, mjög flott, hipp og kúl, ákaflega móðins.....
Nú á bara eftir að redda kirkju, sal, presti, búa til gestalista, fá einhvern til að elda, sauma brúðarkjól, velja föt á stelpurnar, velja föt á mig, finna músíkkanta og eitthvað smotterí í viðbót.
Nei, nei, þetta gengur þokkalega allt saman. En kíkið endilega á myndirnar hjá frúnni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Greiningardeildarvölvan hefur talað.
19.7.2007 | 09:16
Greiningardeildir þessara blessaðra banka eru ótrúleg fyrirbæri. Þarna er talað í sama stíl og völva Vikunnar. "Síðan sé ég hamingju og einhversstaðar í heiminum verður jarðskjálfti, eða flóð, eða eitthvað. Árið 2009 mun verðbólgumarkmið nást, gæti dregist framá 2010".
Þetta er ótrúlegt. Ætli fólk leggi almennt sömu trú á orð greiningadeildanna og völvunnar. Eða eru greiningadeildir framlenging á völvum allra tíma - véfrétt.
En á þessum undarlegu spám stjórnast síðan viðskiptalífið, hlutabréf rjúka upp, eða falla, krónan tekur kippi í einhverjar áttir. Það sem þessar greiningadeildir eru í raun að gera er að búa til væntingar í þá átt sem þeim hentar og vonast til þess að "markaðurinn" (þ.e. fólk sem sýslar með hlutabréf, krónur og aura) fylgi í þessa átt og fjárfesti í samræmi við plottið.
Ég segi að "markaðurinn" eigi ekki að láta þetta fólk á greiningadeildunum stjórna öllu. Mér sýnist það svona álíka gáfulegt og að láta stjörnuspána stjórna því hvort maður kaupir, selur eða sparar.
Læt fylgja með speki fyrir þá sem eru að huga að húsnæðiskaupum: "Nú er rétti tíminn til að fjárfesta í húsnæði því húsnæðismarkaðurinn er að taka stökk uppá við, nema hann geri það ekki. En þá getur tvennt gerst: Annað hvort stendur markaðurinn í stað, og þá skiptir ekki máli hvort hús er keypt núna eða seinna; eða að húsnæðismarkaðurinn lækkar, en þá er rétt að bíða með að kaupa sér húsnæði, þar til markaðurinn nær jafnvægi og fer að síga uppá við. En þá er líklega ekki gáfulegt að bíða lengur með húsnæðiskaup. Þetta gæti orðið árið 2009. Ergó-ekki kaupa húsnæði núna, nema þið viljið það.
Kaupþing: gífurleg óvissa í íslensku efnahagslífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)