Greiningardeildarvölvan hefur talað.

Greiningardeildir þessara blessaðra banka eru ótrúleg fyrirbæri.  Þarna er talað í sama stíl og völva Vikunnar.  "Síðan sé ég hamingju og einhversstaðar í heiminum verður jarðskjálfti, eða flóð, eða eitthvað.  Árið 2009 mun verðbólgumarkmið nást, gæti dregist framá 2010".

Þetta er ótrúlegt.  Ætli fólk leggi almennt sömu trú á orð greiningadeildanna og völvunnar.  Eða eru greiningadeildir framlenging á völvum allra tíma - véfrétt.

En á þessum undarlegu spám stjórnast síðan viðskiptalífið, hlutabréf rjúka upp, eða falla, krónan tekur kippi í einhverjar áttir. Það sem þessar greiningadeildir eru í raun að gera er að búa til væntingar í þá átt sem þeim hentar og vonast til þess að "markaðurinn" (þ.e. fólk sem sýslar með hlutabréf, krónur og aura) fylgi í þessa átt og fjárfesti í samræmi við plottið.

Ég segi að "markaðurinn" eigi ekki að láta þetta fólk á greiningadeildunum stjórna öllu.  Mér sýnist það svona álíka gáfulegt og að láta stjörnuspána stjórna því hvort maður kaupir, selur eða sparar. 

Læt fylgja með speki fyrir þá sem eru að huga að húsnæðiskaupum: "Nú er rétti tíminn til að fjárfesta í húsnæði því húsnæðismarkaðurinn er að taka stökk uppá við, nema hann geri það ekki.  En þá getur tvennt gerst: Annað hvort stendur markaðurinn í stað, og þá skiptir ekki máli hvort hús er keypt núna eða seinna; eða að húsnæðismarkaðurinn lækkar, en þá er rétt að bíða með að kaupa sér húsnæði, þar til markaðurinn nær jafnvægi og fer að síga uppá við.  En þá er líklega ekki gáfulegt að bíða lengur með húsnæðiskaup.  Þetta gæti orðið árið 2009.  Ergó-ekki kaupa húsnæði núna, nema þið viljið það.


mbl.is Kaupþing: gífurleg óvissa í íslensku efnahagslífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Heyr heyr ég gæti ekki verið meir sammála,sama bullið endalaust og græðgin ein í fyrirrúmi.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.7.2007 kl. 09:43

2 Smámynd: Gunnlaugur Karlsson

Ég er mjög hrifinn af kenningu þinni um húsnæðismarkaðinn. Þú gætir farið að vinna hjá greiningardeild mafíunnar.... ehemm afsækið... bankanna.

Gunnlaugur Karlsson, 19.7.2007 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband