Neyðarkall frá Íran
10.7.2007 | 11:38
Nú berast heldur dapurlegar fréttir frá Íran. Ég fékk skeyti frá Amnesty þar sem þetta kemur fram:
Íran: Hjálp óskast á ný
Maður grýttur til bana og óttast að kona hljóti sömu örlög
Það hryggir okkur að tilkynna að Jafar Kiana (ónefndi maðurinn sem átti á hættu að vera tekinn af lífi ásamt Mokarrameh Ebrahimi) var grýttur til dauða í þorpinu Aghche-kand, nálægt bænum Takestan í Qazvin-héraði, fimmtudaginn 5. júlí. Amnesty International óttast að Ebrahimi hljóti sömu örlög nema yfirmaður dómsmála í Íran, Ayatollah Hashemi Shahroudi, skerist undir eins í leikinn.
Kiani og Ebrahimi voru dæmd til að vera grýtt til dauða fyrir hjúskaparbrot undir 83. grein íranskra hegningarlaga. Parið hefur setið í Choubin-fangelsi í 11 ár og talið er að tvö börn þeirra dvelji í fangelsi hjá móður sinni. Parið átti að taka af lífi þann 21. júní sl. en aftökunum var frestað eftir að aktívistar í Stop Stoning Forever-herferðinni komu fréttum af örlögum parsins út til almennings og bréfum rigndi inn til íranskra stjórnvalda. Í kjölfarið gaf Ayatollah Shahroudi út skipun um að aftökunni skyldi frestað. Dómurinn var enn í gildi en ekki var talið að honum yrði framfylgt í bráð.
Það var því mikið áfall þegar Stop Stoning Forever-herferðin sagði þær fréttir þann 7. júlí að Jafar Kiani hefði verið grýttur til dauða tveimur dögum fyrr, aðallega af embættismönnum á svæðinu.
Óttast er að Mokarrameh Ebrahimi hljóti sömu örlög. Því eru allir félagar Amnesty International hvattir til að skrifa írönskum yfirvöldum bréf í samræmi við eftirfarandi leiðbeiningar og krefjast þess að hætt verði aftökuna á Ebrahimi og dómurinn yfir henni mildaður.
Með von um að sem flestir sjái sér fært að taka þátt.
Ég læt fylgja með leiðbeiningar um hvernig maður ber sig að við að senda bænaskjal til Írans fyrir þá sem áhuga hafa á því. Hvert og eitt bréf skiptir máli. Það er nauðsynlegt að láta deigan alls ekki síga. Það er engin launung að lyktir þessa máls eru mun dapurlegri en maður hafði vonast til, og þess vegna er enn nauðsynlegra að sofna ekki á vaktinni.Vinsamlega sendið bréf svo fljótt sem auðið er á persnesku, arabísku, ensku, frönsku, eða eigin tungumáli og:
- hvetjið yfirvöld til að stöðva aftökuna á Mokarrameh Ebrahimi undir eins
- hvetjið yfirvöld til að milda dauðadóminn yfir Mokarrameh Ebrahimi
- hvetjið yfirvöld til að skýra frá því hvort Jafar Kiani var grýttur til dauða þann 5. júlí og, ef það er rétt, hvort það brjóti gegn frestun á aftöku sem yfirmaður dómsmála hafði þegar gefið út
- lýsið yfir ófrávíkjanlegri andstöðu ykkar gegn dauðarefsingunni sem brjóti gegn réttindum til lífs og sé grimmileg, ómannleg og vanvirðandi refsing
- hvetjið yfirvöld til að afnema lög sem kveði á um fólk sé grýtt til dauða
Sendist til:
Head of the Judiciary
Ayatollah Mahmoud Hashemi Shahroudi
Ministry of Justice, Ministry of Justice Building, Panzdah-Khordad Square, Tehran, Islamic Republic of Iran
Fax: +98 21 3390 4986 (please keep trying)
Email: info@dadgostary-tehran.ir (In the subject line: FAO Ayatollah Shahroudi)
Salutation: Your Excellency
Director, Qazvin State Government Office
Please mark: for the attention of the Director of Qazvin State Government Office
Fax: + 98 281 3682941 or + 98 281 3682895
Salutation: Dear Sir
Copies to:
Leader of the Islamic Republic
His Excellency Ayatollah Sayed Ali Khamenei, The Office of the Supreme Leader
Shoahada Street, Qom, Islamic Republic of Iran
Email: info@leader.ir, istiftaa@wilayah.org
Grýttur til bana fyrir hjúskaparbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eyjamenn látnir hanga í lausu lofti.
6.7.2007 | 22:07
Á þessu eru þó heiðarlegar undantekningar, eins og gengur.
Slitnar upp úr viðræðum um aukaferðir Herjólfs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Yfirlýsingar á yfirlýsingar ofan
6.7.2007 | 00:13
Öll þessi deila verður ansi hjákátleg, þegar haft er í huga að hér eru fullorðnir karlmenn að leika sér af áhuganum einum (það er a.m.k. ekki opinbert að íslenskir knattspyrnumenn séu atvinnumenn hérlendis). Í þessu samhengi langar mig að benda á blogg Kára Auðar Svanssonar, til að menn setji vandamálið í rétt samhengi.
En í bloggi sínu segi Kári meðal annars:
Stjarnfræðilegum upphæðum er mokað í knattspyrnudindla fyrir að leika sér með bolta eins og krakkar, en á meðan lepur hátt í helmingur jarðarbúa dauðann úr skel, og ótaldar eru þær milljónir sem látast ár hvert úr sjúkdómum sem hægt er að lækna með einni sprautu hér á Vesturlöndum.
Vildi bara benda á hversu vandamál þessara fullorðnu stráka er léttvægt. Ég segi nú bara ekki annað en að mikið vildi ég að þetta væri stærsta vandamálið sem heimurinn þyrfti að glíma við.
Yfirlýsing frá Keflvíkingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
34 ár frá goslokum í Eyjum
3.7.2007 | 12:30
Í dag eru 34 ár frá því að opinberum goslokum var lýst yfir í Eyjum. Það var 23. janúar 1973 sem eldgos hófs í Heimaey, skammt frá Kirkjubæjunum. Tveir menn (Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz) sem voru á gangi um nóttina uppá Helgafell sáu jörðina hreinlega opnast fyrir augum sér. Þannig að opinberlega séð þá voru það þessi tveir sem urðu fyrstir varir við gosið.
Ég hef spjallað við marga Eyjamenn um þennan tíma eftir að ég kom hingað til Eyja og sögur þeirra eru hreint út sagt sláandi. En ég hef líka komist að því að þriðji aðilinn varð líka vitni að upphafi gossins. Það var kona, Inga Jóhann Halldórsdóttir, að nafni(ekkjan hans Hjölla múr). Hún hafði verið að sýsla fram eftir ásamt vinkonu sinni Fríðu í Bólstaðarhlíð. Þegar Inga kom heim og var að hafa sig í háttinn þá finnur hún þessa skjálfta sem voru undanfarar gossins. Hún horfir síðan út um gluggann í átt að Kirkjubæjunum og sér þá hvernig jörðin hreinlega opnast og eldspýjurnar standa uppí loftið og nánast um leið opnast jörðin öll eins og rennilás. Hún vekur mann sinn og börn, hringir uppá Kirkjubæina og síðan í lögregluna.
Af sinni einskæru hógværð þá ákvað Inga að hafa sig ekki í frami við fjölmiðla, því það væru áreiðanlega aðrir sem væru betur til þess fallnir en hún, og þess vegna er það opinber söguskoðun að einungis tveir hafi verið vitni að upphafi gossins.
Annars er goslokahátíðin haldin hér í Eyjum með pompi og prakt og fólk gerir sér dagamun. M.a. verður haldin Göngumessa sem hefst í Landakirkju þaðan er gengið uppá Eldfell, þar sem minnisvarði um goslokin stendur og göngumessunni lýkur síðan í Stafkirkjunni, en þar verður síðan boðið uppá súpu og fínerí á Stafkirkjulóðinni.
Ég komst að því að upphafs gossins er einnig minnst á a.m.k. einu heimili hér í Eyjum, en það er hjá henni Marý á Kirkjubæ. Þá býður Marý uppá kaffi og fínerí og síðan er gítarspil og fjöldasöngur frameftir kvöldi. En Kirkjubæirnir stóðu alveg við gossprunguna og fóru strax undir hraun.
Það er gaman að kíkja inná vefinn Heimaslóð.is þar sem ýmiskonar fróðleik er að finna um gosið og hvað eina annað sem tengist vestmannaeyjum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að grýta konur til dauða
2.7.2007 | 12:47
Það var óhuggulegt myndbandið sem ég fékk sent til mín í tölvupósti í dag. Þar sést þegar tvær konur eru grýttar til dauða í Íran. Það er með ólíkindum að slíkt skuli enn viðgangast í dag í skjóli og fyrir tilstuðlan stjórnvalda í nokkrum löndum. Raunar á ég erfitt með að skrifa undir dauðarefsingu, sama hvernig hún er framkvæmd. En í tilfelli þeirra landa sem hér um ræðir (Íran, Pakistan, Afganistan, Nígería og Sádi Arabía) þá eru það einkum konur sem grýttar eru til dauða. Sem sýnir okkur að enn er langt í land á mörgum stöðum. Það er á svo mörgum stöðum í heiminum sem konur eru ekki að berjast fyrir jöfnum launum, heldur jafnri tilvist í heiminum. Að líf þeirra sé metið, ekki bara til jafns við karlinn, heldur til einhvers.
Ég er alls ekki að gera lítið úr launajafnréttisbaráttunni með þessum orðum, heldur vekja aðeins athygli á því hversu vandamálin eru ólík.
Ég hvet ykkur til þess að kíkja á þessa síðu, þar sem þetta myndband er að finna. þarna er einnig hægt að senda Mohammad Khatami, forseta Írans "bænaskjal".
A.T.H. Þetta myndband er alls ekki fyrir viðkvæma, jafnvel þó myndgæðin séu döpur, þá er upplifunin mjög sterk og óhugguleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tapað, fundið
1.7.2007 | 12:10
Draugaskúta með tonn af kókaíni um borð fannst við Afríkustrendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pókerspil á hverjum bæ.
30.6.2007 | 18:17
Pókersamband Íslands stofnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ísland, best í heimi
30.6.2007 | 16:20
Ég er næsta viss um að staðan yrði eitthvað svipuð hér á landi og í Kanada. Þó ég viti reyndar ekki til þess að þeir sem sækja um ríkisborgararétt hér á landi þurfi að gangast undir svona próf. Þetta hefur ekkert með vitsmuni fólks að gera einsog ýjað var að á öðru bloggi, þar sem spurt er hversu margir Bandaríkjamenn myndu standast prófið. Auðvitað hljóta Bandaríkjamenn að vera vitlausir, það er a.m.k. skoðun sorglega margra Íslendinga.
Ég spjallaði við fólk um daginn sem lýsti furðu sinni yfir því hversu fáfróðir Bandaríkjamenn væru um Ísland. Ég spyr á móti af hverju ættu Bandaríkjamenn að vita eitthvað um Ísland? Við Íslendingar erum sjálf sek um að vita ekki nokkurn skapaðan hlut um margfalt stærri og fjölmennari lönd. Ekki eru Íslendingar t.d. fróðir um Afríkulöndin. Stundum virðist manni jafnvel sem litið sé á Afríku sem land en ekki heimsálfu.
Staðreynd: Ísland er land á hjara veraldar sem fæstir vita yfir höfuð að er til.
Helmingur Kanadamanna of fáfróður til að mega vera Kanadamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón í Brauðhúsum
29.6.2007 | 21:58
Þetta er umhugsunarverð saga fyrir trúaða jafnt sem vantrúaða eða trúlausa. Hvað ef Jesús hefði ekki risið upp?
Hlustið endilega á nóbelsskáldið lesa söguna á slóðinni: http://www.gljufrasteinn.is/sound/braudhus.mp3
Það er hrein unun að hlusta á Laxness lesa söguna.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú sefur Gestur rótt
28.6.2007 | 19:43
Ég mæli með því að komið verði á sérstöku lagakerfi fyrir hina ríku og valdamiklu, eða ríka og fallega fólkið.
Að öðru leyti hef ég enga skoðun á Baugsmálinu, enda algjörlega skoðanalaus maður.
Gestur: Vissulega átti ég von á að hann yrði sýknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)