Pókerspil á hverjum bæ.

Já það er alveg á hreinu að þetta þjóðþrifamál þarf að komast í höfn.  Ég get bara ekki á mér heilum tekið þegar ég hugsa til þess að póker skuli ekki vera löglegur á Íslandi.  Þegar þetta mál verður orðið að veruleika þá er nú lítið eftir til að berjast fyrir, nema þá auðvitað vínsölu í matvöruverslunum.  En þá eru líka öll vandamál okkar Íslendinga leyst, er það ekki?
mbl.is Pókersamband Íslands stofnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymir lögleiðingu fíkniefna :)

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 18:55

2 identicon

en það er eitt sem ég ekki alveg fatta....

þetta með að selja vín í matvörubúðum, afhverju ekki að selja bara vín í ríkinu, lækka vínkaupsaldurinn niður í 16 ár, og hækka svo bílprófið eins og ætlað í 18 ár.... þá byrjar maður að drekka 14 ára, 18 ára er maður svo þreyttur á áfenginu og það er bara svona helgar-stuff, og maður keyrir þá ekki fullur, en aftur á móti þarf maður að fara smá spöl að kaupa sér eitthvað í tána ;) svona er systemið í danmörku með frekar góðum árangri, og ég sé ekkert að því að gera slíkt hið sama á íslandi.

vona að þú svarir ;D 

bjarni rúnar ingvarsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Bjarni: Það er staðreynd að þeim mun fyrr sem unglingar/ungt fólk byrjar að drekka áfengi, þeim mun líklegri eru þeir til þess að misnota það og að prófa önnur vímuefni.  Þannig að lægri áfengiskaupa aldur leysir engan vanda.  Ég er reyndar ekki sannfærður um ástandið í Danmörku. En það má auðvitað segja að slæmt ástand sé gott ástand, svo framarlega sem maður kýs að horfast ekki í augu við raunverulegt ástand. 

Hér á Íslandi er t.d. fátækt nánast óþekkt skv. því sem margir vilja halda fram.  Ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er einfaldlega sú að menn eru ekki að horfa í rétta átt, eða kjósa að horfa undan.  Ég hef það á tilfinningunni að þannig sértu að lýsa málunum í danaveldi.

Guðmundur Örn Jónsson, 30.6.2007 kl. 22:33

4 identicon

já, og nei, verð ég að svara hérna... vissulega eru til mikið meira af fátæku fólki hér og margir sem búa á götunni, en samt er það ekki mikið meira heldur en heima á íslandi, í prósentum.

ég fatta alveg þína meiningu, en einhverstaðar finnst mér það ekki alveg standast, því það er alls ekki oft, sama hvað ég leita, sem ég sé róna/heimlaust fólk.

en vissulega má líta á málið mörgum hliðum, og ég einhvernveginn sé alveg meininguna í því að minnka aldurinn á áfengi, og ég sé líka meininguna í því að hætta að selja áfengi yfir höfuð, eins og bjórinn fyrir áratug eða tveim. en ef að það ætti að hætta að selja áfengi alveg yrði svo sterk mótstaða að meðal annars ríkið myndi ekki standast undir pressunni (eins og ég sé það) og þá rúllar snjóboltinn.

 reyndar þegar maður fer að pæla í það er bjórmenningin í danmörku allt önnur heldur en á íslandi, í dk er farið út í búð á föstudegi, og keypt áfengi, sem er svo drukkið undir svokallaðari hygge, þar sem bara er hlustað á rólega tónlist, drukkið aðeins, og spiluð spil, eða hvað menn hafa löngun í.

bjarni rúnar ingvarsson (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband