Bloggfćrslur mánađarins, júní 2007
Mannréttindabrot í Kína
13.6.2007 | 14:06
Ţađ voru sláandi fréttirnar af málefnum fanga í Kína í fréttum Stöđvar 2 í gćr. Ţar var greint frá ţví ađ fanga í Kína vćru látnir búa til varning fyrir stórfyrirtćki á borđ viđ Coka Cola. Ţetta hafa ţeir vitađ lengi sem fylgst hafa međ mannréttindamálum í heiminum. En ţađ er eins og ekki megi styggja kínversk stjórnvöld á nokkurn hátt ţví gróđavonin er mikil nú ţegar landamćrin eru ađ opnast. Í fyrradag var einnig sagt í fréttum rúv frá barnaţrćlkun barna í Kína fyrir Ólympíuleikanna.
Síđan er ţađ auđvitađ ţrálátur orđrómur um mikla verslun međ líffćri fanga sem hafa veriđ líflátnir. Ţessi orđrómur hefur fyrir löngu veriđ stađfestur af mörgum og ólíkum samtökum og einstaklingum.
Mér kćmi ţađ vćgast sagt á óvart ef einhverjir hjá Coke-risanum hefđi ekki vitađ um máliđ, enda orđrómur búinn ađ vera lengi í gangi um ţessi mál. Í mörgum löndum heims er Coke ekki tákn um frelsi vesturlanda, heldur helsi - kúgun - ţvingun og eyđileggingu. Ţannig veit ég ađ starfsemi og framferđi ţeirra á Indlandi hefur sćtt mikilli gagnrýni. Ármann Hákon Gunnarsson, ćskulýđsfulltrúi í Garđasókn, sagđi mér ýmsar ljótar sögur af viđskiptum Indverja viđ Bandaríska risafyrirtćkiđ, á ferđ sinni um Indland.
Viđ hljótum ađ velta ţví fyrir okkur hversu margar óhamingjusamar sálir, hversu mörg börn sem vinna í ánauđ, hversu margir "ţrćlar" vinna viđ ađ gera líf okkar á vesturlöndum ađ stanslausu partýi og gleđi. Hversu mörg tár eru á bakviđ hlátur okkar?
Ţađ vita í raun allir ađ stjórnvöld í Kína fótumtrođa mannréttindi, en ţađ er eins og óhuggulegur ţagnarmúr hafi veriđ reistur til ţess ađ hlífa stjórnvöldum viđ gagnrýni. Ţjóđarleiđtogar minnast á ţessi mál nánast í framhjáhlaupi ţegar skrifađ er undir stóra viđskiptasamninga.
Hvenćr er komiđ nóg? Hvenćr segjum viđ hingađ og ekki lengra? Okkur ćtti alls ekki ađ vera sama, en ćtli flestum sé ekki sama? Viđ ćttum auđvitađ ađ meta mannslífiđ meira en peninga, en ćtli viđ gerum ţađ nokkuđ? Viđ ćttum ađ standa vörđ um mannréttindi fólks, hvar í heimi sem er, en ćtli okkur sé ekki nokk sama á međan viđ höfum ţađ gott?
Ţví miđur er Kína fjarri ţví ađ ver eina landiđ í heiminum ţar sem mannréttindi eru fótumtrođin. Í ţví samhengi vil ég benda á ársskýrslu Amnesty International.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Styđja íslensk stjórnvöld mannréttindabrot í Kína?
12.6.2007 | 16:05
Mér er spurn hvort einhverntíman hafi komiđ fram afsökunarbeiđni frá íslenskum stjórnvöldum í ţessu máli? Ţćr ađgerđir sem gripiđ var til gagnvart Falun Gong-liđum voru međ hreinum ólíkindum, og í raun til háborinnar skammar.
Viđ hjónaleysin tókum ţátt, bćđi í mótmćlunum ţegar forseti Kínverska ţingsins kom til landsins og eins ţegar forsetinn kom. Ţađ var ótrúlegt ađ upplifa ćsinginn og vanstillinguna hjá íslenskum stjórnvöldum í kringum ţessar heimsóknir. Ţessum háu herrum skyldi hlíft viđ allri gagnrýni, sama hvađ tautađi og raulađi, og nánast međ hvađa međulum. Ţrátt fyrir ađ öll heimsbyggđin hafi vitađ og viti af ţeim mannréttindabrotum sem eiga sér stađ í heimalandi ţeirra. Stađan í Tíbet er síđan heill pakki ţessu viđbótar, ţar sem allar gagnrýniraddir eru brotnar á bak aftur međ miklu harđrćđi.
Ég held ađ stjórnvöld ćttu ađ sjá sóma sinn í ţví ađ ganga ađ kröfum Falun Gong og reyna ađ ljúka ţessu máli sem annars er mikill smánarblettur á sögu lands og ţjóđar.
Kannski er borin von ađ gengiđ verđi ađ ţessum kröfum, ţví nú á ađ herja á markađi í Kína međ íslensk viđskipti - Hin íslenska Húnainnrás í austri. Ţá er auđvitađ mikilvćgt ađ styggja ekki kínversk stjórnvöld. Ţegar öllu er á botninn hvolft, ţá eru ţađ peningarnir, eđa vonin um fjárhagslegan gróđa íslenskra fyrirtćkja og fjármálastofnana sem öllu máli skipta - Skipta meira máli en eitthvert kjaftćđi um mannréttindi "nokkurra" Kínverja.
Falun Gong hvetur stjórnvöld til ađ greiđa bćtur | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Kári Auđar Svansson - snilldar penni!
12.6.2007 | 09:19
Ég bara verđ ađ benda á snilldargrein sem hann Kári Auđar Svansson skrifađi og birtist í netgreinum Moggans. Greinin ber heitiđ Klerkur og karma. Kári hefur nokkrum sinnum áđur skrifađ greinar sem birst hafa í blöđum og ţađ verđ ég ađ segja ađ mér finnst hrein unun ađ lesa skrif hans. Góđur og mikill skilningur á íslenskunni og skemmtilegur og kjarngóđur stíll einkenna skrif hans.
Reyndar skal ég viđurkenna ţađ ađ mér er máliđ ađ nokkru skilt. Kári er sonur Svans Kristjánssonar, stjórnmálafrćđings, og hálfbróđir Heiđars Inga (Svanssonar), uppeldisfrćnda og fóstbróđur. Reyndar get ég nú ekki sagt ađ ég ţekki Kára, en ég ţekki nokkuđ í kringum hann. Og ég fullyrđi ţađ ađ ţar er á ferđinni einn magnađisti penni landsins.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég kann ensku!
7.6.2007 | 23:16
Ég og Mía, eldri dóttir mín (sem er 4, alveg ađ verđa 5) lágum inní rúmi í kvöld og hlustuđum á gamla spólu međ Mini Pops frá árinu 1982. Ţar sem Mía liggur á koddanum og raular međ erlendum lögunum á "bullensku", ţá segir hún viđ mig: "Pabbi eru ţau ađ syngja á ensku?" "Já" segi ég. Ţá svarar hún: "Heyrđu pabbi, ţá kann ég ensku." Síđan hélt hún áfram ađ syngja sig í svefn.
Á ţessari Mini Pops spólu er syrpa af lögum sem hinir geđţekku drengir í Village People sungu í denn. Ég man ađ viđ sungum lagiđ Go West, međ VP, á árshátíđ á Stórutjörnum, og ég var indíáninn í hópnum, sem var hiđ besta mál fyrir utan ţađ ađ ég var nýrisinn uppúr hlaupabólu og var skelfilegur á ađ líta, ţar sem ég stóđ ber ađ ofan međ indíánafjađrirna, allur í dílum og doppum eftir veikindin. Vildi ađ ég hefđi veriđ leđurhomminn.
P.S. Rakst á stórgóđa heimasíđu Village People. Um ađ gera ađ hćkka allt í botn og njóta.
Bloggar | Breytt 26.1.2008 kl. 17:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
20 ára fermingarafmćli á nćsta leyti.
5.6.2007 | 13:25
Ţann 14 júní eru 20 ár síđan ég fermdist. 20 ár!! Viđ vorum ţrjú sem fermdumst í Illugastađakirkju ţetta áriđ, ég, Hilmar, sem nú er bóndi í Leyningi inní Eyjafirđi og Eydís, sem er, ađ ţví ég best veit kjólameistari eđa klćđskeri í Danmörku. Ţessi ţriggja manna fermingarhópur var bara mjög stór hópur miđađ viđ ţađ sem áđur hafđi gerst. Áriđ áđur var engin, ţar áđur var einn, enginn áriđ ţar á undan....
Viđ vorum reyndar fleiri sem sóttum fermingartímana hjá prestinum, ţví prestakalliđ var eitt en sóknirnar margar. Til ađ byrja međ var frćđslan í höndum sr. Hönnu Maríu og síđan sr. Bolla í Laufási. Ég var sá eini í bekknum sem var stađráđin í ađ fermast ekki viđ upphaf frćđslunnar, og er síđan sá eini sem starfa í kirkjunni í dag. Svona eru nú örlögin ótrúleg.
Annars er ţađ merkilegt hvađ mađur ofmetur sjálfan sig á ţessum árum. Ég keypti mér t.d. forláta leđurjakka fyrir ferminguna. Ég ákvađ ađ hafa hann heldur stóran á mig ţví ég taldi mig vera ađ kaupa til framtíđar, og fannst ekki óeđlilegt ađ ég myndi nú stćkka töluvert eftir fermingu, enda var ég höfđinu hćrri en allir í kringum mig. Ţađ er skemmst frá ţví ađ segja ađ ţessi leđurjakki hefur aldrei passađ almennilega á mig, ţví ég hef ekkert stćkkađ síđan ég fermdist. Hins vegar tóku allir félagar mínir vaxtakippi eftir fermingu og er ég núna minnstur úr gamla vinahópnum.
Ţennan dag fyrir 20 árum var m.a. sjómannadagurinn, Adda Steina flutti sunnudagshuvekju í Sjónvarpinu, hćgt var ađ kaupa flug og bíl til Salzburg á 12.835 fyrir pabba, mömmu og börnin, hćgt var ađ kaupa "glćsilegt 300 fm. einbílishús" í Klyfjaseli í Rvík á 8,2 milljónir, í Bíóhöllinni var hćgt ađ sjá Lögregluskólann 4, stjórnarmyndunarviđrćđur voru ađ hefjast og á baksíđu Moggans var sagt frá ţví ađ Kolbeinsey vćri ađ hverfa.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Afdalamađur á Sjómannadegi
4.6.2007 | 10:35
Ég prédikađi hér í Landakirkjuí Sjómannamessu og í ađdraganda ţessarar prédikunar velti ég ţví mikiđ fyrir mér hvađ ég ćtti nú ađ segja í prédikun á sjómannadegi. Hvađ ćtli afdalamađur ađ norđan, sem ţekkir sjóinn nánast bara af afspurn, geti sagt í prédikun á sjómannadegi? Sveitamađur sem auk ţess vissi hvorki hvort vertíđ var ađ byrja eđa enda ţar til nýveriđ.
Viđ sem erum alin upp í sveit horfđum alltaf til sjómanna međ nokkurri lotningu og ţjáđumst stundum af einhverskonar minnimáttarkennd. Ţetta birtist nokkuđ vel í ţví ţegar viđ Ćvar Kjartansson, bekkjarbróđir minn í guđfrćđinni vorum einu sinni ađ rćđa málin, tveir sveitamenn ađ norđan, uppá svokölluđu kapellulofti í guđfrćđideildinni.
Umrćđurnar snérust ađallega um hinar ýmsu gerđir dráttarvéla, ţ.e. hvort vćnlegra hefđi veriđ ađ eiga Massa Ferguson, Ford, eđa Zetor. Ég var alltaf Ferguson mađur, og ţess vegna fór ég ekki hátt međ ţađ á sínum tíma ţegar pabbi keypti Ford. Hvađ um ţađ umrćđur okkar snérust semsagt um frćgđarsögur úr sveitinni, hversu gamlir viđ höfđum veriđ ţegar viđ fengum ađ snúa eđa garđa upp. Viđ fengum aldrei ađ slá, um ţađ sá alltaf sá sem stóđ fyrir búinu.
Ţegar umrćđur okkar félaganna eru ađ ná ákveđnu hámarki og karlagrobbiđ komiđ í botn. Ţá vindur sér ađ okkur bekkjarsystir okkar frá Skagaströnd, og bloggvinur minn, og segir: Ţetta minnir mig nú bara á ţegar ég var í Smugunni. Síđan komu frásagnir úr smugunni og fleiri framandi stöđum, sem mađur hafđi bara heyrt um í fréttum.
Ţađ er skemmst frá ţví ađ segja ađ viđ félagarnir urđum eins og smástrákar, og allar grobbsögur úr sveitinni urđu eins og fallegar kvöldsögur fyrir börn. Líklega ţarf ég ekki lengur ađ ţjást af minnimáttarkennd gagnvart sjómönnum í dag, ţví nú hafa sjómenn og bćndur gengiđ í eina sćng í sameiginlegu ráđuneyti sjávarútvegs og landbúnađar í nýrri ríkisstjórn. Auk ţess sem ég hef prédikađ í sjómannamessu og tekiđ ţátt í mínum fyrstu Sjómannadagshátíđarhöldum, sem tókust mjög vel hér í Eyjum.
P.S. myndin er fengin af heimasíđu Sigurgeirs ljósmyndara hér í Eyjum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)