Kári Auðar Svansson - snilldar penni!

Ég bara verð að benda á snilldargrein sem hann Kári Auðar Svansson skrifaði og birtist í netgreinum Moggans.  Greinin ber heitið Klerkur og karma. Kári hefur nokkrum sinnum áður skrifað greinar sem birst hafa í blöðum og það verð ég að segja að mér finnst hrein unun að lesa skrif hans.  Góður og mikill skilningur á íslenskunni og skemmtilegur og kjarngóður stíll einkenna skrif hans.

Reyndar skal ég viðurkenna það að mér er málið að nokkru skilt. Kári er sonur Svans Kristjánssonar, stjórnmálafræðings, og hálfbróðir Heiðars Inga (Svanssonar), uppeldisfrænda og fóstbróður.  Reyndar get ég nú ekki sagt að ég þekki Kára, en ég þekki nokkuð í kringum hann.  Og ég fullyrði það að þar er á ferðinni einn magnaðisti penni landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hann Kári, bróðir, hefur ótrúlegt vald á íslensku máli og gegnum skrif hans er ávalt afar skemmtilegt að upplifa hversu ótrúlega öflugt stílvopn íslenskan er. En til þess að það bíti almennilega þarf að kunna á því verulega góð skil og vita hvernig með það skal fara.

Eini gallin við að lesa texta eftir hann er að manni finnst maður sjálfur vera varla læs eða skrifandi samanborið við hann.  Svona líkt og að maður sé ekki komin lengra í stafrófinu en í J á meðan hann er löngu búin með Öið.

Kv.

Heiðar Ingi

Heiðar Ingi (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband