Heiðurskonan Ragnheiður Jónsdóttir

ragnheiður jónsdóttirEitt af mínum fyrstu prestsverkum hér í Eyjum var að jarða Ragnheiði Jónsdóttur, sem þá var elst allra eyjaskeggja, á 101. aldursári þegar hún dó. Þessi aldna heiðurskona var ern og hress alveg til síðasta dags og óhætt að segja að hún hafi verið vel með á nótunum. 

Þegar Ragnheiður varð 100 ára sagði hún t.d. að nú væri gaman að halda árgangsmót því hún væri pottþétt sú eina sem myndi mæta. 

Ragnheiður var einn af stofnfélögum Kvenfélags Landakirkju, stofnfélagi Félags eldri borgara og einnig stofnfélagi Slysavarnafélagsins Eykyndils og Rebekkustúkunnar Vilborgar hér í Eyjum.  Auk þess var hún virkur félagi í kvenfélaginu Líkn.  Þessi upptalning á félagsstörfum gefur manni nokkra hugmynd um hverslags manneskja var hér á ferðinni, en þrátt fyrir alla þessa félagsmálaþátttöku þá var Ragnheiður ekki kona sem barst mikið á, en henni var annt um samfélagið í Eyjum og eins samferðarfólk sitt.

Ég læt fljóta með vísukorn sem Ragnheiður samdi:

Þegar hógværð hrokann vinnur
og heimskan þegja kann,
þá en ekki fyrri finnur
fólkið sannleikann.

Góð vísa sem lýsir Ragnheiði vel og hennar viðhorfi til lífsins.  En Ragnheiður var alla tíð sannfærð um að lífið væri til þess að lifa því og njóta.  Enda sagði hún stuttu áður en hún lést að hún vildi óska þess að vera aftur orðin 70 ára stelpa, þá myndi hún stofna fyrirtæki og ferðast síðan fyrir innkomuna. 

Myndin af Ragnheiði er tekin af Sigurgeiri ljósmyndara þegar hún varð 100 ára.


mbl.is Elsti Íslendingurinn látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Rétt.. Lífið er til þess að við njótum...Guð blessi minningu hennar...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.1.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband