Föllum fram og tilbiðjum Jón Ásgeir

bonusljod-33Alveg þótti mér það dæmalaust hrokafullt hjá Gesti Jónssyn, verjanda Jóns Ásgeirs í Kastljósinu í kvöld, þegar hann fór að tala um að fólk slyldi gera sér grein fyrir því að Jón Ásgeir (og Baugur) væri einn stærsti atvinnurekandi á Englandi og fólk á Íslandi ætti honum svo mikið að þakka því hann ætti svo stóran þátt í góðum kjörum almennings. (Man þetta ekki orðrétt, en þetta var inntakið)

Hverslags málatilbúnaður er þetta? Á Jón Ásgeir að vera undanskilin landslögum af því hann á svo stórt fyrirtæki? Eða af því hann á Bónus? Eru þeir tímar ekki liðnir að Jón og sr. Jón eru ekki jafnir fyrir lögum? Eða hélt Gestur kannski bara að þeir tímar væru enn í gildi? Eða eru Þeir tímar kannski ennþá og þess vegna varð hann svo hissa á niðurstöðu héraðsdóms?

Ég spjallaði við mann í kvöld sem hefur alltaf haft fulla samúð með Jóni Ásgeiri í þessu máli, en hann sagði við mig að þessi yfirlýsing verjandans fengi sig til að endurskoða hug sinn í málinu finnst Gesti fyndist stærð fyrirtækisins koma málinu við á einhvern hátt.

Síðan ganga sögur af tilraunum til mútugreiðslna eins og eldur í synu um samfélagið. Ekki veit ég hvað er hæft í þeim sögum, en fólk hlítur að hugsa sitt eftir þessa yfirlýsingu, og þá sýnist nú hverjum sitt, og menn viðra marga möguleika, og ýmsir velta ýmsu fyrir sér........

P.S. Mæli með Bónusljóðunum hans Andra Snæs, hrein snilld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Sæll Örri. Já ég tek undir þetta sjónarmið þitt er varðar þetta viðtal við hann Gest, þarna var hann frekar klaufalegur að blanda veldi Jóns Ásgeirs inn í þetta. En hitt er svo annað mál, það er þessi "Sullenberger" eða hvað hann nú heitir, hann var mjög ótrúverðugur í sínu viðtali og hreint ótrúlegt hvað hann var kaldur að nafngreina menn í þessu mútutali sínu. Ég er hissa ef hann fær ekki á sig einhver málaferli út af því. Að saka menn fyrir framan alþjóð án þessa að blikkna og segja svo í beinu framhaldi að hann hafi svo sem engar sannanir fyrir þessu aðrar en þær að þetta voru bara símtöl finnst mér lýsa kannski þessu máli öllu saman best. Mér finnst vera alltof mikil "skítalykt" ( sjálfstæðislykt) af þessu máli. En þetta er svo sem ekki búið. Þetta fer eitthvað af þessu fyrir hæstarétt. Og svo borgum við brúsan fyrir Davið og félaga.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 4.5.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Mér finnst svo ágæt skilgreining Þorgríms Daníelssonar sem er orðin að frasa: Ég er nú bara einfaldur sveitaprestur.. svo ég nota hann hér. Það er svo langt síðan að ég missti þráðinn í þessu Baugsmáli og hef eiginlega aldrei botnað í því. En þetta stakk mig engu að síður hvernig Gestur komst að orði.

Sigríður Gunnarsdóttir, 4.5.2007 kl. 23:40

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég hef aldrei fattað hvers vegna íslenskt félagshyggjufólk hefur tekið Baugs-auðvaldið í fóstur. Eru menn ennþá á Kolkrabbaveiðum og lýta á Hringadrottinn sem veiðifélaga? Fullkomlega sérkennilegt mál fyrir mig sem hef búið erlendis í 15 ár.

Ásgeir Rúnar Helgason, 5.5.2007 kl. 19:58

4 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Ekki veit ég hvaðan sú lykt er sem stafar af þessu máli, en það er aftur á móti rétt að fólk skipar sér í fylkingar varðandi málið allt. Ég held raunar að flestir séu fyrir löngu búnir að gleyma því um hvað þetta mál allt saman fjallar (þó lögmaður Jóns Ásgeirs vilji greinilega að það snúist um veldi Jóns). Þess vegna hefur það að miklu leytið farið í þann farveg að fólk annað hvort "heldur með" Baugi eða saksóknara, svo undarlegt sem það kann að virðast, fólk man ekki af hverju það heldur með hinum eða þessum, það bara gerir það. Svipað og ég man ekki af hverju ég held með QPR, ég bara geri það, sama hvað tautar og raular, líka þegar illa gengur (sem því miður virðist frekar vera reglan)

Já ég er bara einfaldur sveitaprestur sem þykja Zebrahestar fallegir, en er þó hrifnari af gíföffum (góður prestastefnufrasi hér á ferðinni)

Guðmundur Örn Jónsson, 5.5.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband