Að skammast sín

Hilmar og GuðjónStundum kemur það fyrir að maður að maður skammast sín og það er einmitt það sem ég geri nú. Ég klikka á því að hringja í elsta og besta vin minn á afmælisdeginum hans, sem var í gær 30. apríl. Til að bæta þetta að einhverjum hluta þá sendi ég þér, Hilmar, mínar bestu kveðjur á öðrum í afmæli. Hilmar er einn af þeim mönnum sem ég ber mikla virðingu fyrir og treysti fullkomlega. Hann var langt á undan öllum öðrum þegar hann fjárfesti í Commandor 64 tölvu. Þetta þótti fólki í sveitinni undarleg fjárfesting, að kaupa sér tölvu fyrir offjár (auk þess sem margir héldu örugglega að tölvur væru bara enn ein tískubólan sem myndi á endanum springa). Í dag er Hilmar félagi minn og fóstbróðir, bóndi norður í Eyjafirði, nánartiltekið Leyningi, þar býr hann myndarlegu búi ásmt henni Thelmu og syni þeirra Guðjóni. Ég veit nú reyndar að þessi gleymska í mér varpar engum skugga á vináttu okkar, en mér þótti þó við hæfi að senda honum þessa kveðju í tilefni gærdagsins. Þess má til gamans geta að Hilmar er einnig blogg-vinur minn, en hefur þó ekki látið næganlega til sín taka á þeim vetvangi sökum tímaskorts - því mörgu þarf að hyggja að á stóru búi.

Segja má að Hilmar upplifi annan hluta draums sem ég átti mér þegar ég var lítill, og ég upplifi hinn hlutann. Því þegar ég var lítill þá langaði mig til þess að verða eins og sr. Pétur heitinn í Laufási, sem þá bjó reyndar á Hálsi. Ég sá dæmið svona: Pétur var bóndi, með öruggar tekjur sem prestur. Þannig að þegar við fóstbræðurnir leggjum saman í púkkið þá má segja að draumurinn hafi ræst.

Bóndi er bústólpi, bú er landsstólpi.

P.S. Myndin er klárlega stolin af heimasíðu af heimasíðu Guðjóns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband