Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
It's okey to be gay...
9.8.2007 | 12:03
Gott hjá Steina Dívu!
Það er óhætt að segja að Hinsegin dagar séu skemmtileg tilbreyting í hvunndeginum, og Gleðigangan niður Laugarvegin er alltaf jafn fjörug. Það má eiginlega segja að yfirbragð þessarar göngu sé með nokkrum öðrum hætti en víða annarsstaðar, þar sem samkynhneigðir verði fyrir hreinum og beinum ofsóknum og líkamsmeiðingum.
Í þessu ljósi finnst mér áhugaverð gönguferð þeirra Felix og Baldurs, þar sem gengið er um Reykjavík og saga samkynhneigðra skoðuð síðustu 100 árin. Það er ekki svo ýkja langt síðan það sjálfsagðasti hlutur í heimi að lemja homma hvar sem til þeirra náðist. Hommar áttu einfaldlega skilið að fá einn á lúðurinn fyrir að ögra samfélaginu með því að vera hommar.
Sem betur fer er þá er gangan niður Laugarveginn Gleðiganga, þar sem margbreytileika mannlífsins er fagnað. En undirtónninn er vissulega alvarlegur. Við leiðum hugann að þeim sem gengu í fylkingarbrjósti í baráttu samkynhneigðra og veltust um í brotsjó fordóma og fyrirlitningar. Þökk sé þeirra mikla hugrekki og baráttuþrek.
Hear what I say it's okey to be gay / I'm a queen, if you know what I mean.
Steini Díva krýndur dragdrottning Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lífið er yndislegt....
7.8.2007 | 13:15
Um þessa verslunarmannahelgi vorum við hjónaleysin á Þjóhátíð í Eyjum. Það er óhætt að segja að sú mynd og sú upplifun sem við höfðum af Þjóðhátíðinni er gjörólík þeirri mynd sem oft hefur verið dregin upp í fjölmiðlum. Ég bjóst eiginlega við mikilli fylleríssamkomu og allsherjar djöfulgangi. En raunin varð síðan allt önnur, enda sýnist mér fréttaflutningur nú vera mun hófsamari en áður.
Við tókum að sjálfsögðu þátt í fjölskyldudagskránni yfir daginn og voru stelpurnar okkar mjög ánægðar með hana. Á föstudagskvöldinu fórum við Mía (eldri stelpan) á kvöldvökuna og skemmtum okkur konunglega í rápi á milli tjalda þar sem við gæddum okkur á lunda og ýmiskonar kruðeríi, síðan tókum við virkan þátt í söng og dansi fyrir framan stóra sviðið. Allir virtust skemmta sér hið besta og voru í góðum gír. Ég ætla nú svosem ekki að halda því fram að fólk hafi allt verið bláedrú, en það kom bara alls ekki að sök.
Á laugardeginum vorum við inní dal, en slepptum kvöldinu, enda stelpurnar ekki beint í gírnum.
Á sunnudegi vorum við inní dal og fórum síðan öll á kvöldvökuna, þar sem við sungum hástöfum í brekkusöngnum undir dyggri stjórn Árna Johnsen.
Það er óhætt að segja að upplifun mín af Þjóðhátíð hafi breytt viðhorfi mínu til hennar, og kennir manni kannski að dæma ekki um það sem maður hefur prófað. Hingað til Eyja streymdi að fólk á öllum aldri (líka 18-23. ára) og allt virðist hafa gengið upp, enda mikil undirbúningsvinna á bakvið þetta allt saman.
Við Mía fórum líka í eitt magnaðasta partý sem ég hef komist í. Það var í kjötsúpuveislu hjá Gauja í Gíslholti og Hólmfríði. Þau eru með opið hús hjá sér fyrir gesti og gangandi og bjóða uppá kjötsúpu og alvöru Eyjastemmingu. Inní stofu hjá þeim er síðan hljómsveit sem spilar stanslaust frá 15.00 til kjötsúpuloka, sem var kl. 18.30 að þessu sinni. Þetta var stórgóð skemmtun sem gleymist seint.
Fíkniefnamál mun færri í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Úr fríi, undir áhrifum frá meistaranum
1.8.2007 | 13:43
Þá er maður kominn úr fríi að norðan. Þar vorum við hjónaleysin gæsuð og steggjuð. Við komumst að mestu leyti heil út úr því.
Það stendur þó uppúr að nú get ég sagt: "þegar ég söng með Helga og hljóðfæraleikurunum..."
Ég keypti mér reyndar nýja diskinn með Megasi og Senuþjófunum. Nú er ég búinn að hlusta svolítið á þennan disk og get sagt með fullri vissu að Megas er að ná ákveðnum hæðum með þessum disk. Það er ekki hægt að saka meistarann um að staðna. Kraftmikill og fumlaus undirleikurinn er hrein og tær snilld og textarnir svíkja ekki, eins og endranær. En svo er Megas bara í svo feikna fínu formi á disknum að hrein unun er að hlusta á hann.
Það er erfitt að gera uppá milli laganna á disknum, en þó eru þarna nokkrar eyrnakrækjur eins og (Minnst tíu miljón) Flóabitanótt, Huggutugga, Heill. Svo er þarna sænskt þjóðlag sem flestir kannast við. Gott er að elska er að mínu viti klárt grín á kostnað kóngsins (Bubba). Gaman að sjá hvernig meistarinn hæðir kónginn sundur og saman:
Gott er að elska gellur einsog þig / greit er að elska glennur einsog þig / það virkar svo krassandi kræsilega á mig / það er glæta að elska gálur einsog þig
eina á janmayen / aðra í timbúktú / þriðju í eitthvaðistan / allar einsog alveg einsog þú sem ert mér trú.
Það er nú reyndar á mörkunum að vera prenthæft það sem fylgir á eftir, en meiningin er góð!!!
Í laginu (Minnst tíu miljón) Flóabitanótt er önnur vísun í kónginn:
það verða tíuþúsundplatnajól / enginn krókur engin ól / ekkert klifur upp á stól / því þetta verða tíuþúsund
ég farga mér segi ég fari hún ekki í gull / þetta sull útsvínaða bull / einsog sæmir engin ull / ég farga mér.
Og vísanir halda áfram. En ég mæli eindregið með þessari plötu, eitt það allra magnaðasta sem komið hefur frá meistara Megasi. Að sumu leyti er þetta svona "happy-happy-joy-joy-plata".
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)