Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga
24.8.2007 | 16:37
Það er vonandi að þessi viðskipti nái fram að ganga. Hver veit nema QPR verði næsta stórveldi í enska boltanum. Það hljómar ljúft í eyrum að heyra þulina tala um "meistaraheppni" eða "það er stórmeistara bragur á QPR núna". Ég sé það alveg fyrir mér þegar bikarinn kemur heim á Loftust Road og ungt fólk flykkist í aðdáendahópinn. Já stórveldistíminn er framundan, það er engin spurning.
Nema að Loftus Road verði breytt í æfingasvæði fyrir formúlubíla. Allt getur gerst.
Liðsstjóri Renault íhugar kauptilboð í QPR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Enski boltinn | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Sæl Örri, fann þessa síðu í gegum stórprestinn hann Guðna ;)
Já það er vonandi að þetta muni ganga eftir með QPR og þeir geti farið að blanda sér í toppbaráttuna, heyrt hefur að Björgólfur Takafúsa fáist fyrir lítinn pening hjá KR :), En væri ekki bara best að koma í stórklúbbinn Liverpool og þá fer allt að gerast.??
Vona að þið hafið það gott, allt gott hjá okkur að frétta vonandi að þið komið í heimsókn í næstu ferð til stórborgarinnar, alltaf kveikt á Enska boltanum á þessu heimili ef þú hefur áhuga.
Kveðja ´
Guffi og co
Guffi og co (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.