Bakkafjara hin meiri

Í tíufréttum rúv í kvöld var fjallað um fyrirhugaða Bakkafjöru, sem nú virðist vera besti kosturinn í þeirri stöðu sem upp er komin. Ég ætla mér svo sem ekki að taka afstöðu til þessara mála, enda hef ég takmarkaða þekkingu þar á.
Hins vegar þótti mér athyglisvert viðtalið við landeiganda og ábúanda á Bakka. Það kemur nefninlega í ljós að það hefur ekki nokkur maður talað við hann um málið.

Maður hlítur að spyrja sig að því af hverju hafi aldrei verið talað við þennan ágæta ábúanda. Það er ekki eins og þessi hugmynd hafi verið að fæðast í gær. Ég er ekki að tala um neinar samningaviðræður um verð eða eitthvað svoleiðist, heldur sjálfsagða kurteisi, sem fælist í því að minnast á þær hugmyndir sem í gangi eru. Ætli geti verið að stjórnvöld hafi hugsað sem svo: "Við þurfum ekkert að skipta okkur af þessum Bakkabónda því við tökum bara landið eignarnámi og borgum honum kannski 5 milljónir fyrir".

Svo er fólk að hneykslast á aðgerðarsinnum þegar kemur að samskiptum við stjórnvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband