Ég vil, ég vil ekki, ég vil, ég vil ekki....

Það kom til mín maður og bað mig að taka að sér ákveðið verkefni. Ég svaraði strax NEI. Síðan ræddi ég málin við Gíslínu og dætur mínar og þá urðum við sammála um að það væri rétt að ég tæki að mér verkefnið. Ég setti mig aftur í samband við þennan mann. Nú eru liðnir tveir dagar og ekkert svar fæ ég frá manninum til baka. Þetta er óþolandi framkoma, ekkert kemur mér á óvart í þessu máli lengur.

Er þetta hátterni mitt réttlætanlegt?
Það myndi ég ekki segja. En einhvernvegin svona sýnist manni varaformaður Þórs á Akureyri haga sér skv. frétt Vikudags.
Forsagan er sú að Akureyrabær hefur átt í viðræðum við Þór um uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu á Þórssvæðinu. Þeim hugmyndum var hafnað á aðalfundi félagsins, en almennur félagsfundur gaf síðan stjórninni umboð til þess að ganga til viðræðna við Akureyrarbæ.

Nú fussar Árni, varaformaður, og sveiar yfir því að bærinn hafi ekki enn svarað beiðni þeirra um viðræður um málið, sem þeir sjálfir höfðu þó áður hafnað.

Það er greinilega erfitt að gera það upp við sig hvort hér eigi að halda eða sleppa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband