Hækkun eða lækkun? Það er efinn.
20.7.2007 | 14:48
Hér virðist stefna í eitthvert þrátefli og með ólíkindum að sjá hversu mikið ber á milli í þeim upphæðum sem talað er um að ASÍ fái frá hinu opinbera. Annars vegar 30 milljónir og hins vegar 1,5 milljón (ef ég skil þessa yfirlýsingu rétt). Reyndar segir þessi yfirlýsing ekki mikið ef að er gáð.
Ég set reyndar spurningarmerki við fullyrðingar þess manns sem talar fyrir hönd Bónus (eða Baugsbúðanna) þegar hann heldur því fram að verslunarrekstur sé alls ekki eins arðbær og margir halda. Ef verslunarrekstur stórrar keðju eins og Bónus væri ekki arðbær, þá myndu menn nú líklega hætta þessari vitleysu og setja peningana sína í eitthvað annað.
Annað atriði sem ég sá að fulltrúi ASÍ og Bónuss voru að rífast um í Kastljósi um daginn var einmitt verð til neytenda. Bónussinn sagði að heildsalar hefðu hækkað verðið á vörum sínum og því hefðu smásala neyðst til að hækka lítillega verð hjá sér. Þetta kann að vera rétt (ég legg ekkert mat á það) en það breytir því ekki að verð til neytenda hefur hækkað, hvað sem öllum heildsölum líður. Það er verið að tala um verð til neytenda, en ekki smásala. Ég sá það glögglega að þessir tveir aðilar voru einfaldlega ekki að tala um sama málið, og á meðan svo er þá fæst engin niðurstaða í málið.
Forseti ASÍ svarar gagnrýni framkvæmdastjóra SA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég skil heldur ekkert hvað varð af þessum 30 M og finnst framhaldið á yfirlýsingunni eftir setninguna "Vilhjálmur heldur því fram... " með öllu óskiljanlegt.
Það er líka illskiljanleg þessi þvæla um enga hækkun á matvælaverði, verðið hefur hækkað og þegar birgjarnir og smásalan eru í eigu sömu aðilana þá er undarlegt að vera rífst um hvor hafi hækkað.
Grímur Kjartansson, 20.7.2007 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.