Eyjapeyjar gera það gott
23.5.2007 | 16:10
Það er alveg merkilegt hversu marga góða knattspyrnumenn Vestmannaeyjar hafa alið. Ef við berum þetta saman við önnur bæjarfélög hringinn í kringum landið, þá er "það næsta víst" (svo notaður sé frasi Bjarna Fel) að hvergi koma jafn margir frambærilegir sparkarar og frá Eyjum.
Nægir að nefna: Ásgeir Sigurvinsson, Birki Kristinsson, Hermann Hreiðarsson, Birki Ívar, Gunnar Berg, Gunnar Heiðar, Margréti Láru Viðarsdóttur og fleiri og fleiri. Þetta eru þau sem ég man eftir í svipin.
Spurning hvað veldur, líklega hafa Eyjamenn vanist því að berjast fyrir sínu og gefast aldrei upp. Kannski hefur einangrunin gert það að verkum að menn hafa ekki haft "vit" á því að hræðast stóra drauma. Kannski gerir nálægðin við Spán og suðrænar strendur þetta að verkum. Vestmannaeyjar eru jú nær miðbaug en litla Ísland.
Portsmouth sagt vilja fá Hermann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er naumast hvað þú ert orðinn mikill "eyja peyji". Vestmannaeyjar eru líka nær stríðslandinu Bandaríkjunum heldur en austfirðir
Kveðja frá "litlu moskvu"
Guðmundur Arnar Guðmundsson, 24.5.2007 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.