Eyjapeyjar gera það gott

Ásgeir SigÞað er alveg merkilegt hversu marga góða knattspyrnumenn Vestmannaeyjar hafa alið. Ef við berum þetta saman við önnur bæjarfélög hringinn í kringum landið, þá er "það næsta víst" (svo notaður sé frasi Bjarna Fel) að hvergi koma jafn margir frambærilegir sparkarar og frá Eyjum.

Nægir að nefna: Ásgeir Sigurvinsson, Birki Kristinsson, Hermann Hreiðarsson, Birki Ívar, Gunnar Berg, Gunnar Heiðar, Margréti Láru Viðarsdóttur og fleiri og fleiri. Þetta eru þau sem ég man eftir í svipin.

Spurning hvað veldur, líklega hafa Eyjamenn vanist því að berjast fyrir sínu og gefast aldrei upp. Kannski hefur einangrunin gert það að verkum að menn hafa ekki haft "vit" á því að hræðast stóra drauma. Kannski gerir nálægðin við Spán og suðrænar strendur þetta að verkum. Vestmannaeyjar eru jú nær miðbaug en litla Ísland.


mbl.is Portsmouth sagt vilja fá Hermann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Það er naumast hvað þú ert orðinn mikill "eyja peyji".   Vestmannaeyjar eru líka nær stríðslandinu Bandaríkjunum heldur en austfirðir 

Kveðja frá "litlu moskvu"

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 24.5.2007 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband