Hægri stjórn? Baugsstjórn? Velferðarstjórn?

Það er að verða nokkuð ljóst að ný ríkisstjórn verður D+S-stjórn, sem er draumastjórn Baugsmanna. Það verður spennandi að fylgjast með Sjálfstæðismönnum, bæði innan þingflokksins og utan, þegar þeir fara í eina sæng með Samfylkingunni. Það hafa ekki alltaf verið falleg orð sem þeir hafa látið frá sér fara í garð Samfylkingarinnar, og þá sérstaklega í garð Ingibjargar Sólrúnar. Tengist líklega því að Ingibjörg er sterkjur leiðtogi sem kallarnir í Sjálfstæðisflokknum hafa alltaf óttast.

Ég vona að stjórnin fari ekki frjálshyggjuleiðina í botn, en svo gæti auðvitað farið, miðað við stefnu flokkanna. Það er þó vonandi að Ingibjörg verði trú uppruna sínum úr kvennalistanum og þau mál sem sá ágæti lista stóð fyrir, nái fram að ganga.

Annars var ég frekar "svag" fyrir D+VG, en Steingrímur Joð klúðraði málum svo rækilega, að það tekur hann ekki nokkur maður alvarlega um þessar mundir, vonandi að hann taki sig á. Ef það gerist ekki þá er VG dæmt til að vera í stjórnarandstöðu svo lengi sem hann er formaður. Hann sýndi fádæma dómgreindarskort í Silfri Egils þegar hann hamaðist á Framsókn, og raunar öllum í kjölfarið.

Annars er það ágætt að Framsókn skuli vera í stjórnarandstöðu, löngu kominn tími til að hvíla þann ágæta flokk. Nú verður tíminn notaður til að byggja flokkinn upp, en ætli þeir eigi nokkuð í vandræðum með að finna sér eitthvað til að klúðra fyrir sjálfum sér, það er a.m.k. venjan.

Ég er hræddur um að VG hafi náð sínum toppi hvað fylgi í kosningum varðar, það er tilfinning sem margir finna fyrir, því þó þeir hafi bætt við sig fylgi þá er eitthvert vanþækklæti í herbúðum þeirra, eða jafnvel einhver hroki yfir því að vera orðin stærri en framsókn. Leiðin verður líklega erfið úr þessu hjá stjórnarandstöðu flokki Íslands.


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram eftir hádegi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband