Í mér leynist 50% framsóknarmaður

Mæli með kosningaprófi á vef Háskólans á Bifröst fyrir þá sem enn eru óákveðnir. Það er hver að verða síðastur að taka ákvörðun. Ég tók prófið og á samkvæmt því að kjósa VG, þ.e. skoðanir mínar eru í mestu samræmi við stefnu VG.

JónasNiðurstaðan var þessi:

VG 56,25% - Framsókn 50% - Íslandshr. 40% - Samfylking 25% - Sjálfstæðisfl. 18,75% - Frjálslyndir 4%.

Það er síðan spurning hvort það nægi manni að vera 56.25% sammála skoðunum ákveðins flokks til að kjósa hann. Niðurstaðan varðandi framsókn kom mér nokkuð á óvart því ég er í einu grundvallaratriði ósammála þeim, það er varðandi virkjanamálin. Ég get ekki skrifað undir að við eigum að virkja allt þvers og kruss áður en dætur mínar ná 18 ára aldri. Það getur ekki verið skynsamlegt að klára öll virkjanatækifæri á "no time". Það eru virkjanamálin sem helst flækjast fyrir framsóknarmönnum og græni kallinn þeirra vísar beint í að þeir vilji halda áfram að virkja eins og þeir eigi lífið að leysa. (Síðan má auðvitað velta fyrir sér þeirri stefnu sem græni kallinn þeirra fer í auglýsingunni, en fæ ekki betur séð en hann stefni til fortíðar, en ekki framtíðar, eins og margir hafa bent á).

Ég prófaði síðan að hafa enga skoðun á málunum í könnuninni og þá kemur í ljós að skoðanir mínar eru mestu samræmi við skoðanir Samfylkingarinnar???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Sæll frændi. Ég tók þetta próf og það kom mér ekkert á óvart en mínar skoðanir voru í mestu samræmi við Samfylkinguna en síst við Sjálfstæðisflokkinn, þannig að þá veistu hvað ég trúlega kýs en þú veist líka hvað ég örugglega mun aldrei kjósa.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 9.5.2007 kl. 12:11

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Hef ákveðnar hugmyndir um hvað það er sem þú munir ekki kjósa. Hins vegar var ég að ræða við góðan framsóknarmann fyrir norðan sem sagðist ekki geta hugsað sér að kjósa neitt að þessu sinni. Honum leist einfaldlega illa á alla kosti. Þá er hann ekki að tala um stefnuna, heldur fólkið. Honum fannst enginn frambjóðenda fýsilegur kostur, nema helst Steingrímur J., en þá leist honum engan vegin á Þuríði Backmann. Hann sagðist alls ekki kjósa Framsókn að þessu sinni.

Guðmundur Örn Jónsson, 9.5.2007 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband