62 ár frá stríðslokum og 76 ár frá fæðingu Guðmundar Heiðmanns

Afi í ÁrhvammiÍ dag er merkilegur dagur því þann 8. maí árið 1945 voru opinber stríðslok seinni heimsstyrjaldarinnar. En dagurinn er ekki síður merkilegur fyrir þær sakir að afi minn, hann Guðmundur Heiðmann, fæddist þennan dag fyrir 76 árum. Til hamingju með daginn!!

Afi í Árhvammi er ákaflega merkilegur maður og hefur ekki alltaf kosið að fara troðnar slóðir í skoðunum sínum. Hann kenndi mér t.d. að taka ekki öllu sem sagt er sem sjálfsögðum hlut, líka því sem sagt er í fjölmiðlum. Hann steig í pontu á bændafundi og sagði að Framsóknarflokkurinn hefði ekkert gott gert fyrir bændur, Alþýðuflokkurinn væri í raun mun betri kostur fyrir bændur - Fyrir þetta varð hann fyrir þónokkru aðkasti viðstaddra, svo vægt sé til orða tekið.

Bæði afa og ömmu í Árhvammi á ég margt að þakka, enda ólst ég að nokkru upp hjá þeim. Hjá þeim lærði ég að hver og ein ær skiptir máli, ég lærði virðingu fyrir öllu sem lifir, ég lærði að meta Hörð Torfa og Megas (man að amma söng "Gamli sorrý gráni" fyrir okkur), ég lærði að meta Vilmund Gylfason sem ljóðskáld, ég lærði að Jónas Hallgrímsson væri eitt merkilegasta skáld sem við Íslendingar höfum alið (að sjálfsögðu var skylda að læra ljóð Jónasar búandi í sömu sveit og hann var alin upp í), ég lærði auðvitað svo ótalmargt fleira sem ég nýti á vegferð minni í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Já Pabbi er góður maður. Til hamingju með daginn. Kveðja að austan

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 9.5.2007 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband