Velferð fyrir alla, nema.....
1.5.2007 | 16:14
1. maí er varla svipur hjá sjón, miðað við það sem áður var. Ég er alinn uppí sveit norður í landi og þar varð maður svosem aldrei neitt sérstaklega var við 1. maí, enda sauðburður að hefjast og nóg annað að sýsla. Menn fóru ekki að drýfa sig í bæjarferð til þess eins að marsera um götur með kröfuspjöld á lofti í leiðindaveðri.
Slagorð dagsins er "Velferð fyrir alla" og er það hið besta mál svo langt sem það nær. Í þessu ljósi er svolítið grátlegt að rifja upp heimsókn Geirs H. Haarde í Kastljósið þegar hann var spurður útí biðlista á geðdeildir. Í þeim málaflokki er allt í kalda kolum, svo vægt sé til orða tekið. Foreldrum nánast haldið í gíslingu heima yfir veikum börnum sínum og þeir sem þurfa aðstoð í þessum málum verða að bíða.. og bíða... og bíða... Geir komst undan að svara spurningum um þessi mál og fór beint í biðlista fyrir aldraða, sem hann segir að sjái nú fyrir endan á. En hvorugur þessi hópur má við því að bíða, og þegar talað er um að eftir 4 ár verði biðlistar þessara hópa úr sögunni, er það einfaldlega of seint. Margir eldri borgarar verða dánir, og margir úr hópi andlegra veikra falla því miður fyrir eigin hendi, fjölskyldur uppgefnar og andlega- og fjárhagslega gjaldþrota.
Hópur andlegra veikra er ekki góður þrýstihópur, og þess vegna er hættan alltaf sú að þeir verði útundan í góðærinu. Það er því miður reyndin í góðærinu. Biðlistar inná geðdeildir verður að hverfa strax, ekki eftir 4 ár. Nógu erfitt er fyrir aðstandendur að horfa uppá fjölskyldumeðlim hverfa inní heim andlegra krankleika, þó ekki sé bætt ofaná allt saman endalausum áhyggjum af því hvort viðkomandi geri sjálfum sér mein, eða jafnvel öðrum. Síðan bætast fjárhagsáhyggjur ofaná þetta því veikindaleyfi eru oft á tíðum löngu búin hjá fjölskyldunni þegar viðkomandi kemst að.
Velferð fyrir alla!!
Velferð fyrir alla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.