Prestastefna 2007 - "Íslenska Synodan"

Prestastefna 2007 084Það hefur verið allnokkur umfjöllunin sem Prestastefnan á Húsavík hefur fengið. Þar er ekki allt sem fram kemur í fjölmiðlum sannleikanum samkvæmt. Á leið minni aftur heim til Eyja í gær keypti ég mér DV, þar sem ég sá að á forsíðu var fyrirsögnin "Kirkjan mismunar". Í greininni er sagt að tillaga 42 menninganna hafi verið kolfelld (sem er hárrétt), en "Prestastefna samþykkti hins vegar tillögu með 43 atkvæðum gegn 39 að prestar, sem það kjósa, megi vígja samkynhneigða í staðfesta samvist".  Hið rétta er að á Prestastefnu kom fram dagskrártillaga þar sem samþykkt var að vísa þessari tillögu til biskups og kenninganefndar. Tillagan sjálf fékkst aldrei rædd. En það á að fara fram skoðanakönnun um þessa tillögu á meðal presta.

Er nema von að fólk almennt sé hálfringlað í þessari umræðu, þegar ekki er hægt að gera þá kröfu til fjölmiðla að þeir fari rétt með.  Í þessu máli hefur það líka lengi tíðkast að tala í upphrópunum, það á við fólk úr báðum hópum. 

Niðurstaða margra samkynhneigðra í þessu máli er sú að færa eigi vígsluvaldið frá trúfélögum, þetta varð ég mjög var við þegar ég vann lokaritgerð mína í guðfræðinni og fékk afnot af gögnum á bókasafni Samtakanna 78. Þessi krafa er síðan að verða æ háværari hjá almenningi.

Það hefur mörgum prestum reynst erfitt að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum, sérstaklega vegna þess að oft er snúið út úr orðum þeirra og þeir stimplaðir sem fordómafullir afturhaldsseggir. Þess vegna hafi þeir frekað kosið að segja ekkert við fjölmiðla, enda er umræðan oft á tíðum ó-interessant fyrir megin þorra fólks, þar sem tekist er um guðfræðihugmyndir, trúfræði og annað sem er ekki hluti af dægurumræðunni. Fjölmiðlar vilja líka setja málið í þann farveg að úr verði kappræða, tvær fylkingar sem takast á oní skotgröfunum. En það er, þegar öllu er á botninn hvolft, engan vegin gott fyrir umræðuna og málið í heild sinni.

Þess vegna var fjölmiðlum ekki hleypt inn þegar umræður um þetta mál fór fram. Það er síðan ákaflega undarlegt þegar prestar koma fram í fjölmiðlum og kvarta annars vegar undan því að ekki hafi farið fram leyninleg atkvæðagreiðsla um tillögu 42 menninganna, og hins vegar undan því að byrgt hafi verið fyrir alla glugga og fjölmiðlum ekki hleypt inn. Ég kem þessu ekki heim og saman.

Prestastefna 2007 188Annars var prestastefna ákaflega góð að svo mörgu leyti. Menn voru heiðarlegir í umræðunni um ályt kenninganefndar, án þess að vera í einhverjum persónulegum væringum, það var gott. Síðan var þetta hið besta samfélag, og gaman að hitta kollega sína víðsvegar af landinu. Þess má síðan geta að "hin heilaga þrenning" hittist þarna aftur eftir alltof langt hlé. (Við vorum mikið saman í guðfræðideildinni: Ég, Hólmgrímur (héraðsprestur fyrir austan) og Ævar Kjartansson (útvarpsmaður). Við gengum reyndar undir nafninu "hin heilaga þrenning og Henning" því fjórði aðilinn var Henning Emil, sem búið hefur erlendis undanfarin misseri.

ATH Gíslína tók myndir sem fylgja bloggfærslunni. Hún var óþreytandi með vélina fyrir norðan, og tók margar góðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...sérstaklega vegna þess að oft er snúið út úr orðum þeirra og þeir stimplaðir sem fordómafullir afturhaldsseggir."

Gætir þú nefnt dæmi um þetta?

"Útúrsnúningar" DV þykja mér afar léttvægir, en ég skil ekki af hverju þú kvartar undan þeim, því röng frétt DV er miklu jákvæðari fyrir kirkjuna heldur en raunveruleg niðurstaða prestastefnu sem þú segir frá.

Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Sæll Matthías. Dæmi varðandi útúrsnúninga fjölmiðlamanna eru fjölmörg og alls ekki bara hjá prestum, þó ég hafi tekið það sérstaklega fram. Við þekkjum það örugglega báðir að fréttir af ýmsum atburðum í þjóðfélaginu eru slitin úr samhengi og jafnvel snúið útúr orðum, dæmi um þetta er:"Bubbi fallinn" þar sem blaðamaður þóttist vera að vísa í reykingar hjá Bubba, þó allir hafi auðvitað gert sér grein fyrir útúrsnúningnum.

Útúrsnúningur DV skiptir auðvitað máli í þessu samhengi, því þeir eru einfaldlega ekki að segja rétt frá. Með sömu rökum og þú notar þá ættum við auðvitað að gleðjast ef við læsum það í blöðum að friður ríkti í Írak, því það er svo miklu betri niðurstaða en raunveruleikinn. Nei, annað hvort segja menn fréttir rétt, eða sleppa því.

Guðmundur Örn Jónsson, 29.4.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband