Samkomulag um ekki neitt?

handabandHugmyndir flokkanna um eyðslu í auglýsingar tengjast auðvitað fylgi þeirra. Þannig að þeir sem minnst fylgi haf vilja eyða mestu, enda bjargaði Framsókn sér í síðustu kosningum með miklum auglýsingum.

Hins vegar held ég að hér sé bara um einhverskonar gervisamkomulag að ræða ef ekkert þak verður sett á landshlutafjölmiðlum. Þá þýðir þetta samkomulag í raun bara takmörkun á auglýsingar í hluta af fjölmiðlum. Þannig að þessi upphæð kemur til með að verða notuð í þágu Reykjavíkurlistanna, nema t.d. Vesturbæjarblaðið sé skilgreint sem landshlutablað, og K.R. útvarpið landshlutaútvarp. Í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það, þar sem það næst bara á höfuðborgarsvæðinu (held það sé rétt hjá mér)

Já menn eiga eftir að toga og teygja þetta samkomulag í allar áttir, alveg eins og hverjum hentar. Niðurstaðan verður sú að það verður auglýst sem aldrei fyrr í Fréttum í Vestmannaeyjum, Skessuhorninu og fleiri góðum blöðum, gott ef það væri ekki markaður fyrir héraðsfréttablöðin til að gefa út fullt af aukablöðum, sem væru troðfull af auglýsingum frá stjórnmálaflokkunum.


mbl.is Auglýsingakostnaður stjórnmálaflokkanna takmarkaður við 28 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband