Íslandshreyfingin og klámblöð

hvert skal halda"Við erum á móti því að ríkisvaldið sé að stjórna því hvort fólk lesi klámblöð" sagði Ósk Vilhjálmsdóttir talskona Íslansdhreyfingarinnar í Silfri Egils í gær. Þá benti Andrea Ólafsdóttir VG á að Íslandshreyfingin væri þar með í raun á móti núgildandi lögum. Nokkuð klaufalegt hjá Ósk og góður punktur hjá Andreu.

Ég er ansi hræddur um að Íslandshreyfingin sé andvana fædd. Og það er óneitanlega undarlegt þegar flokksaðilar halda því fram að þeir séu eini flokkurinn sem er grænn í gegn sérstaklega í ljósi þess að það er VG sem hefur stjórnað umræðunni í aðdraganda kosningabaráttunnar. Sú umræða hefur einmitt að stórum hluta snúist um umhverfismál - grænu málin. Íslandshreyfingin bætir engu við þá umræðu sem átt hefur séð stað fram að þessu.

Íslandshreyfingin er í raun Sjálfstæðisflokkurinn í grænum lit, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn með áherslu á umhverfismál, ef mið er tekið af málflutningi Óskar í umræddum Silfur Egils þætti. Í þessu ljósi er það undarlegt að Íslandshreyfingin skuli helst taka fylgi frá VG.

En svona er nú póltíkin skrítin, það væri kannski ráð að fá Snorra Ásmunds aftur í framboð með "Vinstri, hægri, snú".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband