Lögleiðing vændis kallar á skattlagningu vændis

Mér finnst gott hjá ágætum manni sem ætlar að borga skatt af vændi. Þetta er einmitt til þess að sýna ráðmönnum framá fáránleika þeirra laga sem þeir hafa samþykkt. Skamm, skamm. 

pretty-womanÞað er dapurt að alþingi skuli senda þau skilaboð til þjóðarinnar í þinglok að vændi sé eitthvað sem er samþykkt. Það er hvorki ólöglegt að selja eða kaupa kynlífsþjónustu. Það er hins vegar ólöglegt fyrir þriðja aðila að hagnast á vændi.

Það er ekki meirhluti fyrir því á þinginu að fara hina svokölluðu sænsku leið, þar sem það er gert ólöglegt að kaupa vændi.  Þessi stífna þingmanna virðist tengjast hinni útjöskuðu klisju að vændi sé elsta atvinnugreinin í heiminum. Og þetta tengist líka hinni lífsseigu mýtu um hamingjusömu hóruna, sem hefur yndi af því að svala kynlífsþorsta manna með ólíklegustu hvatir. Gott ef líf vændiskvenna er ekki bara svipað því sem gerist í myndinni "Pretty Woman". (Þetta er svona svipað ef við ímyndm okkur að "sjómannslíf, sjómannslíf, ástir og ævintýr" gefi okkur raunsanna mynd á sjómennsku)

Já við Íslendingar getum svo sannarlega gengið um meðal annara þjóða með höfuðið hátt, því við viljum auðvitað ekki að vændi fari í undirheimana, og við leysum vandamálið með því að fá það uppá yfirborðið og gera vændi og vændiskaup lögleg.

Það verður líklega ekki langt að bíða þar til eiturlyf verða lögleg, þ.e. neysla og sala þeirra, svo lengi sem þriðji aðili hagnast ekki á viðskiptunum. Já hugsið ykkur hvílík paradís Ísland verður, engir glæpir, enda allt það sem nú er ólöglegt verður löglegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband