Sannleikurinn í Baugsmálinu!!!
21.3.2007 | 23:13
Það er þó nokkuð síðan ég áttaði mig á því að Baugsmálið snýst að meira eða minna leyti um það sama og fótbolti. Þetta er allt saman spurning um það með hverjum maður heldur í þessum æsispennandi leik, sem fer þó auðvitað ekki fram á fótbloltavelli, heldur í réttarsölum og fjölmiðlum.
Jón Gerald Sullenberger er stálheiðarlegur og myndi aldrei segja ósatt!!
Jón Steinar er stálheiðarlegur og myndi aldrei segja ósatt!!
Davíð Oddsson er stálheiðarlegur og myndi aldrei segja ósatt!!
Jón Ásgeir er stálheiðarlegur og myndi aldrei segja ósatt!!
Jónína Benediktsdóttir er stálheiðarleg og myndi aldrei segja ósatt!!
Jóhannes Jónsson er stálheiðarlegur og myndi aldrei segja ósatt!!
Hreinn Loftsson er stálheiðarlegur og myndi aldrei segja ósatt!!
Styrmir Gunnarsson er stálheiðarlegur og myndi aldrei segja ósatt!!
Jón H. B. Snorrason er stálheiðarlegur og myndi aldrei segja ósatt!!
Allt það fólk sem kemur nærri Baugsmálinu á einn eða annan hátt er stálheiðarlegt og myndi aldrei segja ósatt!!!
Ef við göngum útfrá því að allir þessir aðilar séu að segja satt, þá er sannleikurinn svo sannarlega ekki algildur. Nákvæmlega eins og í fótboltanum. Í mínum huga er ekkert lið í enska boltanum jafn merkilegt og Q.P.R. (ég treysti mér nú varla til að halda því fram að það sé besta liðið) aðrir myndu segja að minna merkileg lið eins og t.d. Liverpool eða Man. utd eða jafnvel Chelsea eða Arsenal væru mun merkilegri og betri lið (og ég þekki meira að segja einn sem myndi segja að Tottenham væri ekki síðra).
Sem sagt spurningin er sú með hverjum heldur þú í Baugsmálinu?? Það er alveg sama með hverjum hver heldur, því auðvitað er sá eða sú sem ég held með stálheiðarleg(ur) og myndi aldrei segja ósatt!!
Baugsmálið snýst ekki nema að litlu leyti um að sannleikurinn nái fram að ganga, heldur miklu fremur um það hver vinnur. Hvort liðið vinnur. Það er ekki spurt að því hvort liðið lék betri fótbolta, heldur hvort liðið náði að skora fleiri mörk.
Athugasemdir
Ég get tekið undir þetta hjá þér kæri frændi. En þetta með minna merkilegu liðin, ég helt alltaf að Liverpool væri á sama plani og Q.P.R. hjá þér. Eitt veit ég þó fyrir víst að Davíð Oddsson er hvorki í Liverpool eða Q.P.R. en hann gæti kannski verið í Chelsea eða Arsenal, já og jafnvel í KS.
Kv.Sir-inn
Guðmundur Arnar Guðmundsson, 22.3.2007 kl. 10:24
Sæll prestur góður!
Ég rakst einmitt á Gunna, uuu Gunna Litla? MAn ekki hvers son. Vorum einmitt að rifja upp VMA ...Gumma largo og ýmislegt. Ef þú ert tæknivæddur prestur, þá nota ég msn stonemask@hotmail.com. Gaman að rekast aftur á þig. Bið að heilsa prestfrúnni Gíslínu!
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 22.3.2007 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.