Prestur giftist kvenfélagskonu

cash&juneVið hjónaleysin höfum ætlað okkur að ganga í það heilaga í allnokkur ár, á þeim 10 árum sem við höfum rölt saman þennan æviveg, en einhvernvegin aldrei látið verða af því. En nú er sem sagt komið að því - þó ekki alveg strax!!

Stóri dagurinn verður í haust og það er þegar farið að huga að ýmsu í kringum brúðkaupið.

Ekki datt mér, ólofuðum manninum, í hug að þetta væri svona mikið tilstand. Við Gíslína (prests-kærastan og kvenfélagskona með meiru) kíktum á brúðkaupsheimasíðu og það liggur nú við að manni fallist hendur yfir öllu því sem fram undan er. Við höfum þó ákveðið að fara ekki út í nein þyrluflug og brjálæði í kringum brúðkaupið. En þrátt fyrir það er margt sem þarf að huga að því það er stór ættbogi í kringum okkur bæði sem við erum í miklum tengslum við. Ef til vill erum við ekki að gera okkur þetta auðveldara fyrir með því að gifta okkur hér í Eyjum, því allt okkar fólk býr uppá fasta landinu, og margir fyrir norðan. En gifting er líklega jafn góð ástæða og hver önnur til þess að safna öllu þessi fólki saman á Heimaey.

Það er ýmislegt skondið sem talað er um á síðunni í tengslum við brúðkaup, en það sérkennilegasta sem ég rakst á var neyðartaska brúðhjóna, sem þau eiga að hafa við hendina á brúðkaupsdeginum. Í þessari tösku á m.a. að vera: verkjatöflu, brjóstsviðatöflur, plástrabox, nefsprey, hálsbrjóstsykur, magastyllandi lyf, dömubindi, glært púður, blautþurrkur, tissjupakki, hárspennur, barnapúður, snyrtidót, hreinsikrem, fatarúlla........................Listinn heldur endalaust áfram.

Þetta er greinilega ekki neyðarTASKA, heldur neyðarKOFFORT! 

P.S. Það voru mér þó nokkur vonbrigði að hinir tveir Q.P.R. félagarnir skyldu ekki kommentera á Q.P.R. bloggið mitt. Líklega eru þeir ekki komnir með nettengingu ennþá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Þetta með neyðartöskuna hljómar nú eins og það eigi að skella sér á fæðingardeildina sama dag og brúðkaupið er, en auðvitað er allur varinn góður alltaf.

Pétur Björgvin, 21.3.2007 kl. 09:23

2 Smámynd: Þorgeir Arason

Ég óska ykkur góðs gengis í brúðkaupsundirbúningi. Hann er bæði tímafrekur og ánægjulegur.

Þorgeir Arason, 21.3.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband