Að duga eða drepast fyrir Q.P.R.

Nú fer baráttan hjá mínum mönnum í Q.P.R. heldur að harðna.  Ef þeir ætla að forðast fall þurfa þeir heldur betur að fara að spýta í lófana.

Þeir unnu góðan sigur á Leicester í fyrradag á útivelli. Ég var nú reyndar hálfsmeykur um þeir myndu renna á rassinn í eitt skelfilega skiptið enn.

Það var lánsmaðurinn, og jafnaldri minn, Idakez sem kom mínum mönnum á bragðið, en hann er nýkominn að láni frá Southampton. Þetta er greinilega lán sem er að bera árangur.

En síðan var síðan daninn knái Nygaard sem bætti við tveimur mörkum og innsiglaði góðan útisigur.

Það er óhætt að segja að mínir menn hafa mátt muna sinn fífil fegurri, það er ekki svo ýkja langt síðan þeir voru í efstu deild og stóðu sig með hreinum ágætum. Upphafi að niðulægingatímabilinu má rekja til þess þegar sir Les Ferdinand flutti sig um set til Newcastle árið 1995, þar sem hann stóð sig frábærlega, eins hans var von og vísa. Þegar Ferdinand fór þá vantaði annan markahrók, hann hafði fram að því skorað helming allra marka Q.P.R., en það kom enginn í staðinn og við tók frjálst fall niður um tvær deildir.

Það er vonandi að niðulægingartímabili Q.P.R. fari að ljúka og þeir fari að leika meðal þeirra bestu, reyndar þarf ansi margt að breytast svo af því geti orðið. T.d. þurfa þeir að fara að spila fótbolta og hætta þessu eilífa "kick and run" stíl sem einkennir þá nú um þessar mundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Þetta er ótrúleg þrjóska hjá þér, þetta með Q.P.R. aðdáun þína. En þetta sýnir kannski þessa trú þína, að gefast ekki upp og halda í vonina. En einhvern tíman sagðir þú við mig "það er ekki aðalmálið hvernig maður dettur, heldur hvernig maður stendur upp" og það er spurning hvernig Q.P.R. mun standa aftur upp og spila með þeim bestu. Við vitum báðir hvurnig þeir duttu.

Baráttukveðja að austan.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 19.3.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband