Van-trú

Það er svolítið gaman að fylgjast með þeirri umræðu sem fram fer á vef van-trúaðra. Þar finnst mér sem öfgatrú á einhverri van-trú ráði oft ríkjum. Enda eru van-trúaðir oft flokkaðir sem ákveðinn trúhópur hjá trúarbragðafræðingum víðast hvar í heiminum. Orðfæri þeirra minnir enda oft á trúarlegt orðalag þeirra sem fremur eru kenndir við öfgar í trúarskoðunum. þar eru menn og málefni fordæmd og allir flokkaðir í vini eða óvini. Og þeir sem ekki eru sammála þeirra skoðunum fá svo sannarlega að finna til tevatnsins.

Ég veit að nokkrir prestar og guðfræðingar hafa átt nokkur orðaskipti við van-trúar menn á netinu, aðallega sér til gamans, og þeir segja að það sé alveg óborganlegt hversu auðvelt sé að fá hina van-trúuðu uppá háa-cið. Þetta er nánast orðin eins og íþrótt hjá sumum sem eiga í orðaskiptum við þá og oft er ansi gaman að fylgjast með hvernig fordæmingarnar verða meiri og æsingurinn magnast hjá þeimredcross.

Í lokin þá má kannski minnast á að þegar fellibylurinn Katrín reið yfir New Orleans árið 2005, þá voru það kristin hjálpar- og sjálboðaliðasamtök sem voru fyrst á svæðið til að hjálpa þeim sem þurftu á hjálp að halda. Hvergi sáust samtök van-trúaðra, guðleysingja, eða truleysingja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er ágætt að hjálparstofnun kirkjunnar mæti á hamfarasvæði og hjálpi fólki til þess að reyna eftir bestu getu að draga hulu yfir þær milljónir á milljónir ofan sem kirkjan hefur drepið, alveg frábært PR starf þar í gangi, klapp klapp.

nerdumdigitalis (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðmundur:

"Þar finnst mér sem öfgatrú á einhverri van-trú ráði oft ríkjum."

Það er mikilvægt að hafa merkingu hugtakanna á hreinu. Til dæmis veit ég ekki alveg hvað þú átt við með "öfgatrú" í þessu samhengi. Hverjir eru öfgarnir? Að við teljum kristna trú vera slæma? Þú telur hana líklega vera góða. Hvort er meira merki um öfga? Við boðum þessa skoðun okkar með skrifum á netinu, þjóðkirkjuprestar fara inn í leikskóla að boða sína skoðun. Hvort ber merki um meiri öfga?

"Enda eru van-trúaðir oft flokkaðir sem ákveðinn trúhópur hjá trúarbragðafræðingum víðast hvar í heiminum. "

Auðvitað er trúleysi viss flokkur hvað varðar trúarskoðanir, en það er
eðlismunur á trúleysingjum og trúmönnum. Spyrðu bara einhvern 
trúarbragðafræðing. 

"Orðfæri þeirra minnir enda oft á trúarlegt orðalag þeirra sem fremur eru kenndir við öfgar í trúarskoðunum."

Og hvað í orðalagi okkar minnir þig á öfga? En afskaplega er það 
slappt að geta ekki fundið dæmi um hugmyndafræðilega öfga og þurfa að segja að orðalagið minni á öfga.

"þar eru menn og málefni fordæmd og allir flokkaðir í vini eða óvini."

Þetta er ekki rétt. Allir eru ekki flokkaðir í vini eða óvini. Sá kristni hugsunarháttur að skipta mannkyninu í tvo hópa, hafra og sauði er ekki að finna á Vantrú.

"Ég veit að nokkrir prestar og guðfræðingar hafa átt nokkur orðaskipti við van-trúar menn á netinu, aðallega sér til gamans, og þeir segja að það sé alveg óborganlegt hversu auðvelt sé að fá hina van-trúuðu uppá háa-cið."

Ég held að þú ættir að kanna sjálfur samskiptin til þess að komats að því hverjir eru "uppá háa-cinu". Sem dæmi þá sagði Sigurður Árni, presturinn sem prýðir bloggið þitt, þetta um okkur:

"Kynnið ykkur boðskap þeirra, sem eru herskáir guðleysingjar. Þar finnið þið ekki þroskaða vitmenn, heldur hrokagikki, sem hæða og níða. Herskáir guðleysingjar eru bókstafstrúarmenn. Hjá slíkum er jafnan stutt í ofbeldið."

Ég efast um að prestarnir geti metið það hvort við séum æstir eða ekki, það er líklega eintóm óskhyggja og hugarórar.

"Í lokin þá má kannski minnast á að þegar fellibylurinn Katrín reið yfir New Orleans árið 2005, þá voru það kristin hjálpar- og sjálboðaliðasamtök sem voru fyrst á svæðið til að hjálpa þeim sem þurftu á hjálp að halda. Hvergi sáust samtök van-trúaðra, guðleysingja, eða truleysingja."

Þetta eru afskaplega vitlaus ummæli í ljósi þess að á myndinni sem fylgir þessari færslu er blað með merki Rauða krossins, sem eru veraldleg samtök. Hvers vegna ættu trúleysingjar að stofna sérstök trúleysis-hjálparsamtök?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.3.2007 kl. 01:10

3 Smámynd: Pétur Björgvin

Ætli mörg okkar eigi nú ekki til að stökkva upp á háa C-ið óháð því hverrar trúar við erum. Og svo mætti ætla að hvatarnir á bak við samtal einstaklinga sem skrifa ummæli á vef vantrúar séu óteljandi og á sama hátt erfitt að flokka eftir þjóðfélagsstöðu, starfi eða trú. En það væri verðugt rannsóknarefni: Hvers vegna skrifar fólk ummæli við færslur á bloggsíðum? Er það af sömu þörf og hjá þeim sem hringja í útvarpsþætti og skammast, sama og hjá þeim sem skrifa til Velvakanda ... ??

Pétur Björgvin, 19.3.2007 kl. 09:19

4 identicon

Sammála þér Örri, skil ekki hvers vegna þeir geta ekki virt skoðanir annarra, heldur eru þeir sífellt að hníta í prédikanir og trú manna og telja sig tala í nafni réttlætis og trúrfrelsis.

En það er rétt við höfum gaman af þeim, því um leið og eitthvað er skrifað um þá, eru þeir fljótir að sameinast og skrifa langa svarpistla.

Óli Jói (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 08:43

5 identicon

Óli Jói, dragðu andann og lestu það sem þú skrifaðir. Við trúleysingjar erum einmitt að "predika" það að virða frelsi annara til að trúa eða trúa ekki. Það eruð þið trúarmenn sem gerið það ekki. Þið og ykkar skoðanir eru stjórnarskrárbundinn og það eruð þið sem eruð sífellt að hamra ykkar boðskap í fólk, aðallega börn, með vinaleiðnni og fermingum o.þ.h. Ef við skrifum langa pistla í svörum okkar er það vegna þess að okkur er mikið niðri fyrir og höfum margt að segja um gerræðisstjórnsýki kirkjunnar og hvernig okkar frelsi er skert. Þið hljótið að skilja það að ef einhver heftir frelsi manns til skoðanna og athafna eins kirkjan ein gerir þá taka menn því bara mjög persónulega og alvarlega. Frelsi er eini gefni réttur okkar þegar við fæðumst og okkur þykir mjög að okkur vegið þegar einhver gengur á frelsi okkar, eins og ykkur myndi líða ef okkur dytti sú fyrra í hug að banna trúariðkun. Það dettur engum alvarlega þenkjandi trúleysingja að þröngva slíkum reglum upp á fólk. Líttu nú aðeins í eigin barm og veltu fyrir þér hvað það er í rauninni að vera frjáls og hugsaðu um hvernig þú ert að beita aðra ofbeldi með trúarskoðunum þínum, lögbundnum trúarskoðunum.

nerdumdigitalis (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 14:12

6 identicon

....og fyrirgefðu mér í bænum þínum ef þessi pistill var of langur fyrir þig að lesa.

nerdumdigitalis (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 14:13

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Óli Jói:

"Sammála þér Örri, skil ekki hvers vegna þeir geta ekki virt skoðanir annarra, heldur eru þeir sífellt að hníta í prédikanir og trú manna og telja sig tala í nafni réttlætis og trúrfrelsis."

Nú skil ég ekki hvert þú ert að fara Óli Jói. Ertu að segja að með því
að gagnrýna ("hníta í") prédikanir og trú manna séum við ekki að
virða skoðanir annarra? Er bannað að gagnrýna skoðanir annarra? Brýtur það gegn "réttlæti og trúfrelsi"? 

"En það er rétt við höfum gaman af þeim, því um leið og eitthvað er skrifað um þá, eru þeir fljótir að sameinast og skrifa langa svarpistla."

Já, ég verð að viðurkenna að það er afskaplega fyndið að við skulum svara fyrir okkur þegar það er skrifað um okkur. Alveg óborganlegt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.3.2007 kl. 16:34

8 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Ja, hérna Örri minn. Það er óhætt að segja að þessi skrif þín hafi vakið athygli, sem er kannski bara ágætt. En mér finnst nú að menn séu hér að dæma hvorn annan nokkuð hart, án þess að það sé nokkur stafur fyrir því. En eitt er víst, mannskepnan hefur alltaf þörf fyrir að trúa á......eitthvað.

Verum nú jákvæð og glöð, því manni líður mikið betur þá.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 20.3.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband