Sól í hjarta, sól í sinni, sól bara sól!

Ég held ég verði að vera sammála Guðmundi Ragnari Björnssyni, þegar hann spyr hvort Sól í Straumi séu farin að grípa í hálmstrá í þessu máli.

Ég tel þessa tilkynningu alveg fjarstæðu fyrir þessi góðu samtök, því þau hafa góðan málstað. Þessi málatilbúnaður gefur manni þær hugmyndir að málstaðurinn sé veikur.

En málstaðurinn er góður og samtökin ættu að einbeita sér að því að koma þeim góðu skilaboðum til Hafnfirðinga sem þau hafa hingað til gert. Þar sem þau hafa m.a. fjallað um stóraukna mengun af stækkun álvers og svara þeim ótrúlega hræðsuáróðri sem Alcan hefur haldið á lofti, sem samtök iðnaðarins hafa síðan tekið undir.

Haldið áfram með ykkar góða starf hjá Sól í Straumi, en fallið ekki í þá gryfju að það líti svo út að þið séuð að grípa í hálmstráin.


mbl.is Sól í Straumi: Fjárhagsleg rök fyrir samþykki stækkunar Alcan brostin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband