Lokaritgerð úr Guðfræði "Hvar erum við nú stödd? - Umræðan um hjónaband samkynhneigðra í kristnu samhengi við upphaf nýrrar aldar."
3.5.2010 | 21:42
Bloggar | Breytt 24.9.2010 kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
365 Kjólar - Gjörningur
31.8.2009 | 20:37
Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að nálgast skráningarblaðið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjaftagangur á þingi
9.3.2009 | 23:23
Nú er einmitt rétti tíminn til að velta málum vel fyrir sér, helst í marga daga áður en nokkuð verður gert. Það er nákvæmlega það sem þjóðin hefur verið að kalla eftir. Að þingmenn tali og tali þar til þeir verða rauðir í framan. Það á alveg örugglega eftir að redda fólki í erfiðleikum.
Ég hef aldrei verið hrifin af fólki sem talar í löngu máli það sem hægt er að segja í stuttu máli, gildir einu hvort viðkomandi er vinstri grænn eða sjálfstæðismaður. Það er þingheimi til minnkunar að beita málþófi eða óþarfa málalengingum þegar þjóðin er á barmi gjaldþrots. Og til að bíta höfuðið af skömminni þá eyða menn löngum tíma í að rífast um það hvort einhver tali mikið eða lítið.
Kannski er hér enn eitt dæmið um þá gjá sem myndast hefur milli þjóðar og þings.
Saka sjálfstæðismenn um málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Saklaus uns sekt er sönnuð
2.3.2009 | 21:19
Mér finnst orðatiltækið "saklaus uns sekt er sönnuð" alltaf hálf fáránlegt. Hvernig getur staðið á því að einhver sem gerir eitthvað rangt sé saklaus uns sekt hans er sönnuð?
Ef ég nú lem einhvern til óbóta þannig að viðkomandi örkumlast, er ég þá saklaus af því þar til það sannast með óyggjandi hætti að ég hafi lamið viðkomandi? Ef ég stel pening er ég þá saklaus af stuldinum þar til það sannast að ég hafi stolið?
Nei aldeilis ekki, ég er alveg jafn sekur um verknaðinn hvort heldur það tekst að sanna hann á mig eður ei.
Þessi frasi er alveg ótrúlega mikið notaður nú um þessar mundir og það er hamrað á því að allir sem áttu að bera ábyrgð og þáðu fyrir það himinháar launagreiðslur bera engan ábyrgð á einu eða neinu af því að ekki hefur tekist að sanna með óyggjandi hætti að þeir hafi gert eitthvað rangt.
Þá spyr maður auðvitað: Fyrir hvað fengu menn borgað? Í hverju fólst ábyrgðin?
Ég þekki vel dæmi af manni sem eftir margra áratuga puð tókst að borga niður allar sínar skuldir. Þetta tókst honum með ráðdeildi og útsjónarsemi. Svo skellur kreppan á og hann missir vinnuna og fótunum er kippt undan honum. Hann sagði mér sjálfur að það borgaði sig einfaldlega ekki að vinna, slíkt væri eins og hver önnur fásinna. Eftir margra ára puð þá stæði hann uppi eignalaus og framtíðin vonlaus. Á meðan hinir saklausu og ábyrgu lifðu flott og gengju í digra sjóði sína í skattapardísum útí heimi.
Hver ber raunverulega ábyrgð þegar öllu er á botninn hvolft?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvítþvegnir sjálfstæðismenn
13.2.2009 | 19:29
Alveg er þetta dæmalaust. Þeir sem sváfu á verðinum eru nú verðlaunaðir fyrir sofandaháttinn. Þjóðin kemur auðvitað með að kjósa þá sem hún treystir best, eða hvað?
Það er eiginlega orðið grátlegt að fylgjast með sjálfstæðismönnum halda hlífiskildi yfir fyrrum foringja sínum Davíð Oddsyni. Ef menn telja þjóðinni trú um að þeir þurfi há laun vegna ábyrgðar, þá eiga þeir að sjá sóma sinn í því að axla ábyrgð þegar þeir eru rúnir öllu trausti. En í stað þess að axla ábyrgð á einhvern hátt, þá kýs Davíð að snúa sorglegu endatafli sínu í lélegan farsa. Fer í þykistuleik um læknisheimsókn. Þetta óneitanlega dapurt á að horfa og í raun skammarlegt. Það er eins og ónefndur sagði: "forsætisráðherrann Davíð Oddsson væri búinn að fleygja seðlabankastjóranum Davíð Oddsyni öfugum úr Seðlabankanum, og líklega leggja Seðlabankann niður."
Dapurlegar eru síðan umræðurnar sem fram fara á alþingi. Það er morgun ljóst að þar á bæ eru alltof margir sem eru fyrst og fremst að hugsa um hag flokksins, en ekki þjóðarinnar. Karpað er um hver átti hugmyndina að hverju og af hverju. sjallar segjast hafa verið með öll mál nýrrar ríkisstjórnar í pípunum, og samfylkingin segir að sjallar hafi ekkert viljað gera, sjallar segja á móti að samfylkingin hafi ekkert viljað gera.
Hverslag rugl er þetta eiginlega? Er þetta ekki fullorðið fólk? Er þetta ekki fólkið sem á að redda okkur í þeim hremmingum sem þjóðin er nú stödd í? Má ég þá heldur biðja dætur mínar, þriggja og sex ára að taka á málunum, frekar en þessa snillinga. Á meðan fólk karpar um ekki neitt inná þingi er fólk á vonarvöl. Fólk er að missa vinnuna, fyrirtæki að fara á hausinn, einstaklingar að fara á hausinn, einstaklingar að kikna undan brjálæðislegum afborgunum af hratt fallandi húseignum.
Ég segi eins og geðlæknirinn fyrir norðan: "Þetta á að vera vitiborið fólk með báðar fætur á jörðinni. Og ef svo er þá hlýtur það að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna." Gallinn er kannski einna helst sá að lítið virðist vera að gerast annað en að sjallar saka ríkisstjórnina um einelti gagnvart Davíð greyinu Oddssyni, sem nota bene er saklaust fórnarlamb pólitískra ofsókna og ber enga, ég endurtek enga ábyrgð á þróun mála undanfarinna ára í íslensku þjóðfélagi.....NOT!!
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sigur í erfiðum leik
7.12.2008 | 08:34
Sigurinn var góður hjá mínum mönnum í gærkvöldi. En þó er auðvitað stóra fréttin sú að nú koma fréttir af QPR í fyrirsagnarformi á mbl og það er ljóst að nú mun landinn reglulega fá fréttir af gengi þeirra.
Í fimmtugsafmæli sr. Kristjáns í gærkvöldi ræddi ég við Jónatan, kennara í barnaskólanum hér í Eyjum og QPR-mann, um stöðu mála og vorum við sammála um að brátt væri hægt að stofna QPR-klúbb á Íslandi, a.m.k. hér í Eyjum. Staðreyndin er sú að hvergi á landinu eru fleiri QPR aðdáendur en í Vestmannaeyjum, miðað við höfðatölu. Mér telst til að við séum 6 talsins, sem ætti að duga í stjórn og jafnvel líka varamenn í stjórn. Heimaey er m.ö.o. unaðsreitur íslenskra QPR manna. Það hefur allavega ekki gerst áður hjá mér að ég geti droppað inná kaffistofur og rætt þar um stöðu mála minna manna eins og ekkert sé sjálfsagðra og fæ viðbrögð og djúpvitrar umræður um þetta ágæta félag.
Langar svona í lokin til að benda unnendum enska boltans á að það er opinbert á Íslandi að Newcastle eru AUMINGJAR. Þetta er niðurstaðan sem menn komast að á heimasíðu Newcastle á Íslandi.
QPR lagði Úlfana að velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Kjósið, kjósið mig..."
25.11.2008 | 08:32
Það er ljóst að mikið fylgi er við að kosið verði fljótlega, næsta vor. Ég er reyndar alls ekki viss um að stjórnarandstöðuflokkunum sé eitthvað betur treystandi en ríkisstjórnarflokkum. Það var t.d. magnað að hlusta á Ögmund og Þorgerði Katrínu í Íslandi í dag, í gærkvöldi. Ögmundur bauð uppá klisjur, engar lausnir, Þorgerður Katrín var í sömu vörn og oft áður, en kom þó mun betur út.
Ég held að ef kosningar verða næsta vor þá verði að komast nýtt fólk að, ekki sömu gömlu andlitin, hvort heldur þau eru úr stjórnarandstöðu eða stjórn. Ég held þess vegna að kosningar séu ekki raunhæfar fyrr en næsta vor. Með því móti er hægt að mynda nýtt alvöru stjórnmálaafl. Eins og menn tala núna held ég að fólk treysti engum flokki. Annað gildir vissulega um einstaklinga innan flokkanna. Mér hugnast t.d. mikli fremur einstaklingar innan flokka, fremur en heilir flokkar. Fylgispekt við flokka er og hefur alltaf verið hlægileg í besta falli og grátleg í versta falli.
Tæp 70% vilja flýta kosningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mótmæli í mótlæti
23.11.2008 | 10:37
Handtaka þessarar ungu frelsishetju og ekki síður afleiðingar hennar eru hreint út sagt kómískar. Mér þótti með hreinum ólíkindum að fylgjast með viðbrögðum fólks þegar lögreglan hafði spreyjað piparúða á þá sem reyndu að ryðjast inná lögreglustöðina.
Datt fólkinu í alvöru í hug að lögreglan léti það algjörlega óátalið að rúður væru mölvaðar og dyr brotnar upp? Það er nú varla annað hægt en að brosa út í annað þegar maður les viðtal við móður eins "fórnarlambsins" á dv.is. Hún skilur bara ekkert í því að vondu kallarnir hafi úðað piparúða yfir elsku litla engilinn. Ef fólk ætlar að standa í barsmíðum og djöflagangi þá verður það að vera tilbúið að taka afleiðingum þess.
Að öðru leiti er ég mjög hrifin af þeim mótmælum sem fram hafa farið undanfarna laugardaga á Austurvelli, þó mér hafi nú reyndar ekki þótt jafn mikið til ræðumanna síðasta laugardags koma og þar á undan. Þá þótti mér einstaklega vel takast til og ræðumenn blésu kjarki og hugrekki í brjóst landans.
Núna fannst mér Herði Torfa fatast flugið illilega þegar hann hvatti fólk til þess að ganga upp að lögreglustöðinni á Hverfisgötu til þess að frelsa "Bónusflaggarann". Hann mátti auðvitað vita að það yrði allt vitlaust þar. Skipulagið var farið úr mótmælunum og þá er fjandinn laus.
Um leið og fólk fer að beita ofbeldi í mótmælum þá missa þau marks og fara að snúast uppí andhverfu sína, þar sem málstaðurinn hverfur og markmiðið verður bara ofbeldið sjálft. Þetta gerðu menn eins Nelson Mandela, Gandi og fleiri sér grein fyrir og þeirra er minnst sem mikilmenna í sögunni einmitt vegna þeirrar trúar sem þeir höfðu á friðsömum aðgerðum.
Það er svo auðvelt að hætta að taka mark á fólki sem beitir ofbeldi við að ná fram markmiðum sínum og það er einmitt það sem gerist ævinlega og það er einmitt það sem gerðist við lögreglustöðina á Hverfisgötu.
Það er ómögulegt að láta einhverja ófriðarseggi og ólátabelgi skemma það starf sem er hafið, með eggjakasti og barsmíðum. Að sjálfsögðu hvet ég alla til þess að mæta niður á Austurvöll og láta í sér heyra. Breið og góð samstaða þjóðarinnar gegn sérhagsmunum og eiginhagsmunagæslu er það sem virkar.
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Snillingarnir á DV
17.11.2008 | 18:18
Það er snilldarfréttin á dv.is um afsögn Guðna. Þar halda fræðingarnir á DV því fram að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi ráðlagt Guðna að segja af sér.
Hið rétta er auðvitað að það var Bjarni Harðarson sem ráðlagði Guðna þetta. Hins vegar vitnar Björn Bjarnason í skrif Bjarna Harðar á bloggi sínu. Það er auðvitað gjörólíkir hlutir að vitna í orð annarra eða segja það sjálfur.
Menn verða auðvitað að vanda sig betur á Dv ef einhver á að taka þá alvarlega þar.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra upplýsir á heimasíðu sinni að hann hafi ráðlagt Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, að fara þá leið að hætta sem formaður og á þingi. ,,Við Guðni ræddum þessa ákvörðun í gærkvöldi og ég studdi hann heilshugar í því sem hann er að gera. Ekki vegna þess að mér hugnaðist þessi lending, heldur vegna þess að ég tel að þær aðstæður sem honum voru skapaðar í flokknum hafi verið utan þess sem hægt sé að leggja á nokkurn mann, bloggar Björn.
Í því ljósi má nefna að hart var sótt að Guðna á miðstjórnarfundi flokksins í gærdag. Guðni missti þá stjórn á sér í ræðustól en heimildir DV herma að hann hafi síðar beðist afsökunae á skapofsa sínum. Aðrir telja að Guðni hætti nú til að halda óskertum eftirlaunum sem nema rúmum 800 þúsund krónum á mánuði en sú hætta er fyrir hendi aðp eftirlaunalögum verði breytt. Hvað sem því líður er ljóst að sjónarsviptir verður af brotthvarfi Guðna.
Björn segir á bloggi sínu að skarð verði fyrir skildi eftir að Guðni er hættur. ,,Alþingi verður svipminna og leiðinlegra, eftir að Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hverfur þaðan."
P.S. Nú hefur fréttinni verið breytt á dv.is og er orðin sannleikanum samkvæmt.
Guðna verður saknað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólabókaflóð
20.10.2008 | 16:51
Það er hætt við að eitthvað fari úr skorðum hjá bókaútgefendum fyrir þessi jól, en auðvitað gildir það um svo mörg fyrirtæki og einstaklinga. Skjaldborg er ein af litlu útgáfunum sem hafa æ meir farið inná barnabókamarkaðinn í seinni tíð og það sem meira er, Skjaldborg hefur haft sömu kennitöluna lengur en elstu menn muna. Það er nú ekki lítill árangur í bókaútgáfunni. Auðvitað hefur ástandið stundum verið ansi tvísýnt, en alltaf reddast einhvernvegin.
Þarna hjá Skjaldborg var ég að vinna 2005-2006 í hálfu starfi, á móti því var ég í Kjalarnessprófastsdæmi og á Útfararstofu Kirkjugarðanna. Þetta var skemmtilegur tími og sérstaklega gaman að vinna með Birni. Svo var auðvitað alveg sérstakur tíminn fyrir jólin. Þá fór maður úr búð í búð, stórmarkað í stórmarkað og reyndi eins og maður gat að koma Skjaldborgarbókunum að á bókaveisluborðunum.
Það verður að segjast eins og er að þarna voru margir skrautlegir bókabíusar frá öðrum forlögum og margir víluðu ekki fyrir sér að taka bækur keppinautanna og stinga þeim hreinlega undir borð, eða fela með öðrum hætti. Ég lenti t.d. í þó nokkru stappi við keppinaut sem endaði þó betur en á horfðist. Hef reyndar grun um að Heiðar Ingi (uppeldisfrændi minn) hafi beðið sitt fólk (Forlagsfólk) um að fara vel að mér. Allt gekk þetta upp, en þetta var æsingatími sem gaman var að fá að taka þátt í.
Ég vona auðvitað að Skjaldborg komist í gegnum þessar hremmingar og auðvitað sem flestir aðrir.
Sláum SKJALDBORG um það sem sláandi er um
Jólabækur í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)