Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Af Guðmundum
29.2.2008 | 11:42
Þessi eilífi nafnaruglingur getur verið svolítið pínlegur. Ég hef reyndar áður tjáð mig um nafna mína og sumir gætu jafnvel sagt að ég sé með þá heilanum
Það voru t.d. margir sem höfðu gaman af því að ég skyldi bera sama nafn og sr. Guðmundur Örn, sem oft fer mikinn á Ómega sjónvarpsstöðinni og er í forsvari fyrir samfélagi trúaðra. Hann er nú reyndar Ragnarsson, en þó hefur einstaka sinnum borið á ruglingi á okkur tveimur. Þrátt fyrir sömu nöfn, þá ber þónokkuð á milli í guðfræði okkar, svo ekki sé sterkara að orði kveðið.
Annar nafni minn sem skaut upp kollinum var Guðmundur Jónsson (ath enginn örn þar). Sá nafni minn hefur gjarnan verið kenndur við Byrgið og reyndar alltaf talað um Gumma í Byrginu. Sem betur fer hefur enginn ruglað okkur saman, að mér vitandi, og vonandi að svo verði ekki.
![]() |
Vont að heita Kurt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Atómljóðið
6.2.2008 | 13:18
Maður er nefndur Jói, kallaður hinn danski, hér í Eyjum. Hann lét einu sinni þetta ljóð frá sér í einhverju bríaríi þegar atómljóðin tröllriðu öllu:
Siggi Munda
fór í lunda
veiddi súlu
íslenski fáninn í hálfa stöng.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)