Af Guðmundum

Þessi eilífi nafnaruglingur getur verið svolítið pínlegur. Ég hef reyndar áður tjáð mig um nafna mína og sumir gætu jafnvel sagt að ég sé með þá heilanum

Það voru t.d. margir sem höfðu gaman af því að ég skyldi bera sama nafn og sr. Guðmundur Örn, sem oft fer mikinn á Ómega sjónvarpsstöðinni og er í forsvari fyrir samfélagi trúaðra.  Hann er nú reyndar Ragnarsson, en þó hefur einstaka sinnum borið á ruglingi á okkur tveimur.  Þrátt fyrir sömu nöfn, þá ber þónokkuð á milli í guðfræði okkar, svo ekki sé sterkara að orði kveðið.

Annar nafni minn sem skaut upp kollinum var Guðmundur Jónsson (ath enginn örn þar).  Sá nafni minn hefur gjarnan verið kenndur við Byrgið og reyndar alltaf talað um Gumma í Byrginu.  Sem betur fer hefur enginn ruglað okkur saman, að mér vitandi, og vonandi að svo verði ekki.


mbl.is Vont að heita Kurt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talandi um rugling á nafni þínu, þó örlítið frábrugðin þeim sem þú minnist á, þá hafði aldur minn nú örugglega náð tveggja stafa tölu þegar ég komst að því að þú hétir yfir höfuð Guðmundur!

Þú varst alltaf bara Örri frændi á Illugastöðum.

Sigurður Freyr (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Ég vissi bara aldrei hvað hún Gíslína þín væri alltaf að tala um einhvern Örra!!! Ég vissi bara að þú værir Guðmundur!

Hehehe svona verður sagan til!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 4.3.2008 kl. 12:34

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Svona getur maður hæglega leikið tveimur skjöldum.

Guðmundur Örn Jónsson, 4.3.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband