Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Jólabókaflóð
20.10.2008 | 16:51
Það er hætt við að eitthvað fari úr skorðum hjá bókaútgefendum fyrir þessi jól, en auðvitað gildir það um svo mörg fyrirtæki og einstaklinga. Skjaldborg er ein af litlu útgáfunum sem hafa æ meir farið inná barnabókamarkaðinn í seinni tíð og það sem meira er, Skjaldborg hefur haft sömu kennitöluna lengur en elstu menn muna. Það er nú ekki lítill árangur í bókaútgáfunni. Auðvitað hefur ástandið stundum verið ansi tvísýnt, en alltaf reddast einhvernvegin.
Þarna hjá Skjaldborg var ég að vinna 2005-2006 í hálfu starfi, á móti því var ég í Kjalarnessprófastsdæmi og á Útfararstofu Kirkjugarðanna. Þetta var skemmtilegur tími og sérstaklega gaman að vinna með Birni. Svo var auðvitað alveg sérstakur tíminn fyrir jólin. Þá fór maður úr búð í búð, stórmarkað í stórmarkað og reyndi eins og maður gat að koma Skjaldborgarbókunum að á bókaveisluborðunum.
Það verður að segjast eins og er að þarna voru margir skrautlegir bókabíusar frá öðrum forlögum og margir víluðu ekki fyrir sér að taka bækur keppinautanna og stinga þeim hreinlega undir borð, eða fela með öðrum hætti. Ég lenti t.d. í þó nokkru stappi við keppinaut sem endaði þó betur en á horfðist. Hef reyndar grun um að Heiðar Ingi (uppeldisfrændi minn) hafi beðið sitt fólk (Forlagsfólk) um að fara vel að mér. Allt gekk þetta upp, en þetta var æsingatími sem gaman var að fá að taka þátt í.
Ég vona auðvitað að Skjaldborg komist í gegnum þessar hremmingar og auðvitað sem flestir aðrir.
Sláum SKJALDBORG um það sem sláandi er um
Jólabækur í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Undirbúningur fyrir næsta partý
8.10.2008 | 00:29
Það hefur lítið farið fyrir umræðum um hátíðarhöld fyrir 1. des. afmælið sem forseti vor nefndi við þingsetninguna. Þar talaði hann um nauðsyn þess að gera því góð skil þegar við fögnum 100 ára heimastjórnarafmæli.
Ég geri mér grein fyrir því að enn eru nokkur ár í hátíðarhöldin, en forsetinn hlýtur að vera farinn að undirbúa herlegheitin finnst þetta var það sem honum lág hvað mest á hjarta mitt í öllu niðursveiflu og krepputali.
Mér finnst fjölmiðlar alveg hafa gleymt sér í aukaatriðunum. Á meðan þeir eru að fjalla um kreppu og bankahrun, þá er forsetinn að huga að því sem máli skiptir: PARTÝ!! Því þó allir séu grúttimbraðir eftir stanslaus veisluhöld undanfarinna ára, þá er forsetinn ekki búinn að fá nóg. Ónei, hann er rétt að byrja og er sá eini sem gerir sér grein fyrir því að "show must go on" sama hvað hvað tautar og raular.
Nú verður íslenska þjóðin að fá að vita hvernig undirbúningurinn gangi, hverjum verður boðið, hverjum verður ekki boðið, hvað verður að borða: hver er in og hver er out.
Það er gott að íslensk þjóð skuli vera svo heppin að hafa sitjandi forseta sem er með puttann á púlsinum og gerir sér grein fyrir ástandi mála, og ekki síður hvað það er sem þjóðin þarf að heyra á erfiðleika tímum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)