Undirbúningur fyrir næsta partý

Það hefur lítið farið fyrir umræðum um hátíðarhöld fyrir 1. des. afmælið sem forseti vor nefndi við þingsetninguna.  Þar talaði hann um nauðsyn þess að gera því góð skil þegar við fögnum 100 ára heimastjórnarafmæli.

Ég geri mér grein fyrir því að enn eru nokkur ár í hátíðarhöldin, en forsetinn hlýtur að vera farinn að undirbúa herlegheitin finnst þetta var það sem honum lág hvað mest á hjarta mitt í öllu niðursveiflu og krepputali. 

Mér finnst fjölmiðlar alveg hafa gleymt sér í aukaatriðunum. Á meðan þeir eru að fjalla um kreppu og bankahrun, þá er forsetinn að huga að því sem máli skiptir: PARTÝ!!  Því þó allir séu grúttimbraðir eftir stanslaus veisluhöld undanfarinna ára, þá er forsetinn ekki búinn að fá nóg.  Ónei, hann er rétt að byrja og er sá eini sem gerir sér grein fyrir því að "show must go on" sama hvað hvað tautar og raular.

Nú verður íslenska þjóðin að fá að vita hvernig undirbúningurinn gangi, hverjum verður boðið, hverjum verður ekki boðið, hvað verður að borða: hver er in og hver er out.

Það er gott að íslensk þjóð skuli vera svo heppin að hafa sitjandi forseta sem er með puttann á púlsinum og gerir sér grein fyrir ástandi mála, og ekki síður hvað það er sem þjóðin þarf að heyra á erfiðleika tímum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband