Dagbókarlestur

Hef eytt ansi miklum tíma í dagbækur Matthíasar fyrrverandi Moggaritstjóra.  Þetta er alveg hreint mögnuð lesning á köflum, og stundum nánast eins og reifari.

Gaman að lesa um samskipti stjórnmálamanna við ritstjórann, sem hefur klárlega verið skriftafðir ansi margra í gegnum tíðina. 

Það er ekki síður gaman að lesa sögur af gengnum snillingum eins og Laxness, Kjarval, Bjarna Ben og fl.  Og svo er auðvitað svolítið krassandi að lesa um það hvernig "félagar" og "vinir" hafa talað um "félaga" sína og "vini" við Matthías.

Matthías er greinilega þannig gerður að um leið og menn sjá hann og hitta þá taka þeir til við að segja allt af létta, koma jafnvel með algjör "topp secret" skjöl og upplýsingar til þess að sýna honum og leita ráða um hvað gera eigi með.  Hæfileki sem margir vildu sjálfsagt búa yfir.

http://www.matthias.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband