Go you 'Rs
10.8.2008 | 14:51
Nú getur maður aðeins sest niður eftir nokkuð annasaman tíma. Þjóðhátíð með öllu tilheyrandi, var reyndar á vaktinni föstudag og sunnudag, en sleppti fram af mér beislinu á laugardag. Svo voru tvær útfarir í gær og ein skírn og kistulagning og skírn daginn þar áður, og svo messa í dag.
Það er annars sorglegt að sjá hversu litla umfjöllun fyrsta umferð 1. deildarinnar ensku hafa fengið í netmiðlum.
Ég átti satt best að segja von á því að allt myndi keyra um koll eftir glæsilegan sigur minna manna í fyrsta leik sínum. Þeir lentu að vísu undir strax í upphafi leiks, en svo komu tvö mörk á tveimur mínútum sem dugðu til sigurs.
Það er ljóst að ég er bjartsýnn á gengi minna mann fyrir þetta tímabil og á ekki von á öðru en að við spilum í úrvalsdeildinni að ári,- þetta er nú reyndar frómt frá sagt alltaf hugarfarið fyrir hvert tímabil, sem hefur síðan tilhneigingu til þess að enda með brotlendingu og alltof oft hafa þeir sloppið með skrekkinn við fall.
En NÚNA er ég alveg sérstaklega bjartsýnn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Gaman að sjá að enn eru til menn sem halda með QPR. Þetta er eitt af þeim liðum sem ég ber alltaf taugar til. Einhversstaðar í fyrndinni hélt ég með þeim ásamt fleiri liðum í ensku deildinni. Þar á meðal var Derby County, en svo komst ég til vits og ára..... hef samt alltaf haft augun opin fyrir úrslitum hjá þessum gömlu uppáhaldsliðum. (Það gæti hafa haft áhrif í gamla daga að QPR spilaði í bláum og hvítum búningum eins og Þór Vestmannaeyjum.)
Geir Reynis (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.