Ævar er afruglari.
31.12.2007 | 00:12
Gaman að sjá að Ævar, skólabróðir minn úr guðfræðinni, skuli fá viðurkenningu Alþjóðahússins. Það er morgunljóst að Ævar er vel að þessu kominn, enda varla til réttsýnni og jafnframt víðsýnni maður. Tíminn með Ævari í guðfræðinni var alveg einstaklega góður, hann er einn af þessum mönnum sem maður kynnist á lífsleiðinni sem eru alveg einstaklega gefandi. Sýn Ævars á hin ólíkustu mál er svo fersk, meira að segja gamalreyndir prófessorar lærðu heilmikið af því að kenna Ævari, heimspekingar sem guðfræðingar.
Ég er því ákaflega þakklátur að hafa fengið að kynnast Ævari og geta fengið að kalla hann vin. Þeir eru nokkrir sem maður kynnist sem eru nokkurskonar afruglarar á líf manns. Ævar er slíkur afruglari. En hann er ekki síður afruglari á þjófélagið og það er ég viss um að margt væri hér í betra horfi ef fólk almennt kysi að "nýta" sér slíka afruglara.
Til hamingju enn og aftur Ævar
Viðurkenning Alþjóðahúss afhent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.